jump to navigation

Af hverju var rannsókn hætt? 30/12/2012

Posted by Jóhann Páll in Greinar.
trackback

Ríkissaksóknari
Hverfisgötu 6
150 Reykjavík
faxnr. 530-1606

Reykjavík, 14. desember 2010.

Efni: Kæra á ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að hætta rannsókn á málefnum
starfsmanna, stjórnar og starfsemi Gildis lífeyrissjóðs, mál nr. 066-2010-938.

Þann 22. september s.l. sendi ég beiðni um rannsókn á málefnum Gildis lífeyrissjóðs til embættu yðar, Ríkislögreglustjóra og Sérstaks saksóknara. Í bréfi mínu sem er hjálagt fór ég nokkuð ítarlega yfir þær ástæður sem réttlæta ítarlega rannsókn á málefnum Gildi lífeyrissjóðs, starfsmanna hans og stjórnar. Þann 13. Október s.l. barst mér tölvupóstur frá Sólberg S. Bjarnasyni aðstoðaryfirlögregluþjóni í efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Þar var mér tilkynnt að saksóknari efnahagsbrotadeildar hafi þann 30. September s.l. tekið ákvörðun um að málið skyldi sæta rannsókn en að máli hafi ekki enn verið úthlutað til rannsóknar, sbr. nánar í hjálögðum gögnum. Opinber umfjöllun hófst síðan um miðjan október mánuð en þar sem það snertir ekkert rannsókn málsins verður ekki fjallað um það hér.

Þann 17. nóvember s.l. sendi ég hjálagt bréf til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Tilgangur þess var að fylgja erindi mínu eftir og falast eftir upplýsingum um hvernig rannsókn máls gengi. Þann 22. Nóvember barst mér síðan afrit af bréfi efnahagsbrotadeildar til Gildis lífeyrissjóðs þess efnis að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn á málefnum Gildis, starfsmanna hans og stjórnar. Sem kærandi og sjóðsfélagi í Gildi lífeyrissjóðs hef ég hagsmuni að gæta, sbr. 6. mgr. 52. Laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, og hef því ákveðið að kæra til yðar þessa ákvörðun setts saksóknara efnahagsbrota á grundvelli 4. mgr. 52. gr. sömu laga.

Í bréfi setts saksóknara efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra frá 18. nóv. s.l. er vísað til þess að bréf mitt hafi verið sent Fjármálaeftirlitinu (FME) til skoðunar og sérstaklega með tilliti til þess hvort eftirliti með sjóðnum hafi verið með fullnægjandi hætti. Því hafi verið svarað þannig að FME hafi ekki talið tilefni til að hefja rannsókn á Gildi lífeyrissjóði og er það hjálagt. Það sem vekur hins vegar undrun mína og eflaust þína er að með vísan til þessa hafi ríkislögreglustjóri hvorki talið tilefni né grundvöll til að halda áfram opinberi sakamálarannsókn á grundvelli bréf frá FME sem tekur fram að þeir hafi ekki talið tilefni til sérstakrar rannsóknar. Telja verður það mjög alvarlegt ef ríkislögreglustjóri sem hefur þegar ákveðið að hefja sjálfstæða rannsókn á starfsmönnum og stjórnendum Gildis og sjóðnum sjálfum ákveður á grundvelli bréfs frá öðru stjórnvaldi að hætta rannsókn án nokkurrar sjálfstæðrar skoðunar á því sem til rannsóknar er. Enginn frekari rök eru gefin fyrir niðurfellingar á rannsókn. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála nr. 88/2008 er rannsókn sakamála í meðferðum lögreglu nema öðruvísi sé fyrir mælt í lögum. Samkvæmt bréfi ríkislögreglustjóra virðist rannsókn málsins og ákvörðun um afdrif þess hins vegar hafa verið sett í hendur FME. Telja verður það ámælisvert svo ekki sé sterkara til orða tekið.

Vísað er til 4. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála í hjálögðu bréfi saksóknara. Þar segir að sé rannsókn hafin getur lögregla hætt henni ef ekki þykir grundvöllur til að halda henni áfram, svo sem í ljós kemur að kæra hafi ekki verið á rökum reist eða brot smávægileg og fyrirsjáanlegt er að rannsókn muni hafa í för með sér óeðlilegan mikla fyrirhöfn og kostnað. Það er hins vegar ekkert um þetta fjallað með nánari hætti í bréfi ríkislögreglustjóra. Slík vinnubrögð eru ekki líðandi og benda til þess að annarleg sjónarmið hafi ráðið ákvörðun í stað málefnalegra.

Með rannsókn opinbers máls er átt við þær aðgerðir lögreglu og ákæruvalds sem miða að því að upplýsa hvort framið hafi verið brot sem sæta ekki saksókn skv. lögum um meðferð sakamála. Af bréfi saksóknara má leiða að enginn eiginleg rannsókn hafi farið fram, ekki hafi verið aflað neina gagna, engar skýrslutökur eða annað sem telja verður hluti af sjálfstæðri rannsókn á opinberu máli verið gert. Í þessu sambandi má einnig benda á þann stutta tíma sem leið frá því að rannsókn var í bið skv. hjálögðum tölvupósti dags. 13. okt. s.l. og þar til skyndilega var hætt við rannsókn með bréfi dags. þann 18. nóvember s.l. Með vísan til eðli málsins og umfang ber að telja þetta alltof skamman tíma til að fá botn í það hvort mál sé tækt til rannsóknar og útgáfu ákæru eður ei. Þegar af þeim sökum ber að telja rétt og skylt að hefja rannsókn á nýjan leik og gera þetta eins og mönnum sæmir og lögum samkvæmt.

Með vísan til bréfs míns dags. 22. september 2010 ber að telja að það sé lögmætur grundvöllur fyrir því að ríkislögreglustjóri rannsaki með sjálfstæðum og lögmæltum hætti hvort refsiverð brot hafi verið framin þar sem fyrir liggur grunur um refsiverðan verknað af hálfu starfsmanna, stjórnar og starfsemi Gildi lífeyrissjóðs.

Er þess krafist að Ríkissaksóknari snúi við ákvörðun sett saksóknara efnahagsbrota Ríkislögreglustjóra og fyrirskipi að rannsókn skuli áframhaldið í framangreindu máli.

Vænti viðbragða embættisins um hæl.

Virðingarfyllst,

_________________________
Jóhann Páll Símonarson

Hjálögð gögn:
Bréf mitt til embætti yðars, sérstaks saksóknara og ríkislögreglustjóra 22. september 2010.
Bréf Ríkissaksóknara dags. 25. september 2010.
Tölvupóstur Sólbergs S. Bjarnarsonar aðstoðaryfirlögregluþjóns dags. 13. október 2010.
Bréf FME dags. 17. nóvember 2010.
Bréf mitt til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra dags. 17. nóvember 2010.
Bréf Ríkislögreglustjóra dags. 18. nóvember 2010 – móttekið af minni hálfu þann 22. nóvember 2010.
Úttekt FME á lífeyrissjóðum árið 2009, bls. 8, 18, 26, 45 og 80.

Athugasemdir»

No comments yet — be the first.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: