jump to navigation

Jóhann Páll

Jóhann Páll Símonarson fæddist í Keflavík þann 11. apríl, 1951. Hann er kvæntur Viktoríu Hólm Gunnarsdóttur og á þrjú uppkomin börn frá fyrra hjónabandi.

Jóhann Páll hóf störf hjá Eimskipafélagi Íslands árið 1967. Fyrstu árin var hann í hlutastarfi  en var fastráðinn 1970. Síðan hefur Jóhann starfað óslitið hjá Eimskipfélagi Íslands sem háseti, bátsmaður og nú síðast í skipaafgreiðslu.

Samhliða starfi sínu hjá Eimskipafélagi Íslands hefur Jóhann Páll verið virkur félagsmaður í Sjómannafélagi Reykjavíkur, nú Sjómannafélag Íslands.  Hann hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir félagið ásamt því að taka virkan þátt í félagsmálum þess og var m.a.  skoðunarmaður reikninga félagsins um árabil.

Jóhann Páll var varamaður í stjórn Straums-Burðarás Fjárfestingarbanka hf. á árunum 2006 og 2007. Á þessum tíma var hann jafnframt varamaður í stjórn Faxaflóahafna. Af störfum sínum fyrir ýmiss félagasamtök á undanförnum áratugum hefur Jóhann Páll öðlast umtalsverða og fjölbreytta þekkingu á hinum ýmsum sviðum atvinnulífsins.

Jóhann Páll hefur um langt árabil látið sig öryggismál sjómanna og sjófarenda sérstaklega varða. Hann hefur meðal annars beitt sér fyrir sérstöku átaki í þeim efnum, með því að efna til verðlauna á sviði öryggismála sjómanna og sjófarenda. Jóhann Páll hefur ritað fjölmargar blaðagreinar um öryggismál sjómanna og látið til sín taka á þessum vettvangi.

Jóhann Páll hefur á undanförnum misserum tekið virkan þátt í starfsemi hverfasamtaka Grafarvogs, en hann er félagi í þeim. Á þeim vettvangi hefur hann lagt áherslu á skipulagsmál og verið virkur á þeim vettvangi.

Jóhann Páll Símonarson
Sjómaður

%d bloggurum líkar þetta: