jump to navigation

Rannsókn á lífeyrissjóðum 24/01/2013

Posted by Jóhann Páll in Greinar.
add a comment

141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 16 — 16. mál.

Tillaga til þingsályktunar

um skipun rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóða.

Frá meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
(VBj, ÁI, RM, LGeir, MN, VigH, MT).

Alþingi ályktar, í samræmi við lög um rannsóknarnefndir, nr. 68/2011, að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd er rannsaki starfsemi lífeyrissjóðanna frá gildistöku laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, til ársloka 2011.
Rannsóknarnefndin varpi sem skýrustu ljósi á starfsemi lífeyrissjóðanna á þessu tímabili, þ.m.t. fjárfestingarstefnu, stjórnun, stefnumótun, ákvarðanatöku, áhættumat, endurskoðun, eftirlit, markaðsáhrif, tryggingafræðilega stöðu og ábyrgð launagreiðenda á lífeyrisskuldbindingum, þar sem það á við, og loks tengsl við atvinnurekendur, verkalýðshreyfinguna og stjórnmálamenn.
Lagt verði mat á ábyrgð og aðkomu stjórnsýsluaðila og ábyrgð og aðkomu einstakra ráðherra að einstökum ákvörðunum og/eða eftirliti með lífeyrissjóðunum.
Nefndin fari yfir skýrslu úttektarnefndar Landssamtaka lífeyrissjóða um fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna, staðfesti gagnaöflun og úrvinnslu.
Nefndin kanni sérstaklega:
a. hvert var nettótap af þeim fjárfestingum sjóðanna sem töpuðust í hruninu,
b. hver var raunávöxtun og geta sjóðanna til greiðslu lífeyris á árunum 1997–2010,
c. hver voru áhrif setningar „neyðarlaganna“, þ.e. laga um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., nr. 125/2008, á fjárhagslega afkomu lífeyrissjóðanna,
d. samskipti stjórnar og stjórnenda lífeyrissjóðanna við fjármálastofnanir og fyrirtæki sem sjóðirnir áttu viðskipti við, gjafir, boðsferðir o.fl. á árunum 1997–2011,
e. hugsanlegar samhliðafjárfestingar stjórnenda og starfsmanna, eignarhluti þeirra og lánafyrirgreiðslur.
Rannsóknarnefndin skili forseta Alþingis skýrslu um rannsóknina eigi síðar en 1. nóvember 2013 ásamt þeim samantektum og úttektum sem nefndin ákveður að láta vinna í þágu rannsóknarinnar.

Greinargerð.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd flutti þingsályktunartillögu þessa á síðasta löggjafarþingi og varð hún ekki útrædd.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur verið falið af forsætisnefnd að hafa eftirlit með framkvæmd ályktunar Alþingis frá 28. september 2010 um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Með þingsályktuninni var m.a. samþykkt að ráðist yrði í sjálfstæða og óháða rannsókn á vegum Alþingis á starfsemi lífeyrissjóða á Íslandi frá setningu laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, og síðar (sbr. þskj. 1537 á 138. löggjafarþingi). Í kjölfar þess skyldi fara fram heildarendurskoðun á stefnu og starfsemi lífeyrissjóðanna.
Við afgreiðslu þingsályktunarinnar lá fyrir að Landssamtök lífeyrissjóða hygðust gera sjálfstæða úttekt á starfsemi lífeyrissjóðanna. Engu að síður ályktaði Alþingi, á grunni þeirra upplýsinga sem fram komu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, að sjálfstæð og óháð rannsókn skyldi fara fram á starfseminni frá setningu laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997. Síðar var ákveðið að bíða niðurstöðu úr skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða áður en frekar yrði aðhafst.
Landssamtök lífeyrissjóða samþykktu 24. júní 2010 að fara af stað með úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008. Nefndin sem Landssamtökin skipuðu skilaði af sér skýrslu 3. febrúar 2012. Í henni sátu Hrafn Bragason, lögfræðingur og fyrrverandi hæstaréttadómari, sem var formaður nefndarinnar, Guðmundur Heiðar Frímannsson, siðfræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, og Héðinn Eyjólfsson viðskiptafræðingur. Nefndinni var einkum falið að fjalla um hvernig staðið var að stefnumótun, ákvarðanatöku og áhættumati við fjárfestingar í aðdraganda bankahrunsins. Sérstaklega skyldi skoða hvernig gildandi fjárfestingarstefnu sjóðanna var fylgt síðustu tvö árin fyrir hrun. Nefndin skyldi einnig taka til umfjöllunar þau atriði sem beinast sérstaklega að lífeyrissjóðum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og sérstaks vinnuhóps um starfshætti og siðferði, um aðdraganda og orsakir falls bankanna 2008.
Í skýrslu nefndar Landssamtaka lífeyrissjóða kom fram að rannsóknarheimildir nefndarinnar hefðu byggst á samþykkt stjórnar og varastjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða frá 24. júní 2010. Störf nefndarinnar voru þannig háð því að einstakir sjóðir, stjórnir þeirra og starfsmenn ynnu með nefndinni á þann hátt að þeir afhentu henni gögn og gæfu henni skýringar. Jafnframt aflaði nefndin sér gagna og upplýsinga frá opinberum stofnunum, fjármálafyrirtækjum og einkafyrirtækjum. Nefndin hafði þannig ekki valdheimildir til að krefjast þess að gögn, upplýsingar eða skýringar kæmu fram, líkt og rannsóknarnefndir Alþingis hafa samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir, nr. 68/2011. Eftirlitsstofnanir með lífeyrissjóðunum gátu borið fyrir sig þagnarskyldu í ríkum mæli, ekki var hægt að kveða fólk til skýrslutöku vildi það ekki gefa skýrslu né heldur gat nefndin gert rannsóknir á starfsstað.
Nefndin telur að niðurstöður nefndar Landssamtaka lífeyrissjóðanna staðfesti að tilefni er til að ráðist verði í sjálfstæða og óháða rannsókn á vegum Alþingis og, gefi niðurstöður hennar tilefni til, að farið verði í heildarendurskoðun á stefnu og starfsemi sjóðanna og uppbyggingu lífeyrisréttinda á almennum og opinberum vinnumarkaði. Nefndin telur að skýrsla Landssamtaka lífeyrissjóðanna muni nýtast vel í þeirri vinnu þótt hér sé lögð til umfangsmeiri rannsókn og að hún nái yfir lengra tímabil.
Því er lagt til að Alþingi álykti að rannsókn fari fram í samræmi við lög um rannsóknarnefndir og ályktun Alþingis um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2010 og að skipuð verði þriggja manna rannsóknarnefnd til þess að rannsaka starfsemi lífeyrissjóða allt frá gildistöku laga nr. 129/1997, þ.e. 1. júlí 1998, til ársloka 2011. Tillagan er að verulegu leyti samhljóða tillögu til þingsályktunar sem lögð var fram á 140. löggjafarþingi (522. mál á þskj. 802) en fyrsti flutningsmaður hennar er Eygló Harðardóttir.

Verkefni rannsóknarnefndarinnar.
Verkefni nefndarinnar eru talin upp í þingsályktunartillögunni en þau eru að varpa sem skýrustu ljósi á starfsemi lífeyrissjóðanna á því tímabili sem tiltekið er, þ.m.t. fjárfestingarstefnu, stjórnun, stefnumótun, ákvarðanatöku, áhættumat, endurskoðun, eftirlit, markaðsáhrif, tryggingafræðilega stöðu og ábyrgð launagreiðenda á lífeyrisskuldbindingum, þar sem það á við, og loks tengsl við atvinnurekendur, verkalýðshreyfinguna og stjórnmálamenn. Í þessu felst m.a. að nefndin leggi mat á árangur þess fyrirkomulags sem hér á landi hefur verið byggt upp með aðkomu verkalýðsfélaga og samtaka atvinnurekenda á grundvelli kjarasamninga og án ábyrgðar launagreiðenda annars vegar og hins vegar á grundvelli laga að meginstefnu til með ábyrgð launagreiðenda.
Lagt verði mat á ábyrgð og aðkomu stjórnsýsluaðila og ábyrgð og aðkomu einstakra ráðherra að einstökum ákvörðunum og/eða eftirliti með lífeyrissjóðunum. Í þessu felst m.a. að kannað verði sérstaklega hvort þeir aðilar og þær stofnanir sem hafa eftirlit með lífeyriskerfinu hafi sinnt skyldum sínum með fullnægjandi hætti frá setningu laganna. Einnig hvort merkja megi óeðlileg áhrif æðstu stjórnar ríkisins og sveitarfélaganna á einstakar ákvarðanir, fjárfestingar eða stefnu sjóðanna m.a. í krafti stöðu sinnar sem launagreiðendur og aðila að stjórnum, eftir því sem við á.
Nefndin fari yfir skýrslu úttektarnefndar Landssamtaka lífeyrissjóða um fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna, staðfesti gagnaöflun og úrvinnslu.
Nefndin kanni sérstaklega hvert var nettótap af fjárfestingum sjóðanna í hruninu. Með því er átt við tap af einstökum fjárfestingum í ljósi upphaflegs kaupverðs og raunverðs við sölu, niðurfærslu eða afskrift. Einnig komi sérstaklega fram hve stóran hluta af tapi sjóðanna megi beint rekja til setningar neyðarlaganna á árinu 2008 en fyrir liggur hvert tap sjóðanna varð í hruninu miðað við bókfært verð. Sérstaklega verði einnig kannað hver hafi verið raunávöxtun og geta sjóðanna til greiðslu lífeyris á árunum 1997–2010, en það getur varpað skýru ljósi á hvort ætla megi að kerfið nái þeim árangri sem því er ætlað að ná á komandi árum. M.a. komi fram hver sé munur áföllnum skuldbindingum sjóðanna og getu til greiðslu þeirra og hver ætla megi að sé ógreidd skuldbinding launagreiðenda í þeim sjóðum sem njóta ábyrgðar launagreiðenda.
Til þess að niðurstöður rannsóknarinnar leiði til uppbyggilegrar umræðu um hlutverk, uppbyggingu og framtíð lífeyriskerfisins er nauðsynlegt að vel verði farið yfir samskipti stjórnar og stjórnenda lífeyrissjóðanna við fjármálastofnanir og fyrirtæki sem sjóðirnir áttu viðskipti við, gjafir, boðsferðir o.fl. á árunum 1997–2011. Það sama á við um hugsanlegar samhliðafjárfestingar stjórnenda og starfsmanna, eignarhluti þeirra og lánafyrirgreiðslur.

Er ekki komi tími á þig Vilhjálmur. 22/01/2013

Posted by Jóhann Páll in Greinar.
add a comment

Er ekki komi tími á þig Vilhjálmur.
Vilhjálmur Egilsson sjálfstæðismaður tekur þá stefnu að sverta mitt mannorð í skrifum sínum að undanförnu um lífeyrissjóðinn Gildi. Hann gengur svo langt að segja í grein sinni þann 21 Maí 2010.“ En sem betur fer hafa félagar hans í Sjómannafélaginu og aðrir þeir sem standa að lífeyrissjóðnum Gildi ennþá fullt frelsi til að taka ekki mark á Jóhanni Páli og t.d. samþykkja ekki tilögur hans á ársfundum. Það er gæfa fyrir Gildi sem enginn skyldi vanþakka: Það er öllum frjálst að trúa mér ekki?, öllum þessum 160 aðilum sem fara með valdið í lífeyrissjóðnum Gildi er frjálst að taka ekki mark á mér?. Hinsvegar sá stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur að sér og tók undir mína tillögu að þú og þínir ættu að standa upp og yfirgefa svæðið tafarlaust annað væri hrein móðgun við vilja sjóðsfélaga. Annað“Þrátt fyrir ákafan áhuga á málefnum lífeyrissjóða og sér í lagi á lífeyrissjóðnum Gildi hafa félagarnir hans í Sjómannafélagi Íslands ekki treyst sér til að tilnefna hann sem fulltrúa á ársfundum Gildis: Vilhjálmur Egilsson þarna er þú að bera upp á mig tilhæfulausan málflutning. Ég hef aldrei sóst eftir að vera fulltrúi Sjómannafélag Íslands í Gildi. Hinsvegar var ég kjörinn félagslegur endurskoðandi reikningaá sínum tíma hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur fyrir nokkrum árum nú Sjómannafélag Íslands í nokkur ár. Vilhjálmur var það virkilega erindi sem þú lagðir til mín þann 16 apríl sl að ég væri velkominn í stjórn Gildis var það virkilega markmiðið?.

Faglega reknir.
Vilhjálmur Egilsson sagði í mbl þann 3 júní 2009“ Lífeyrissjóðir sem eru í senn öflugir, faglega reknir: hugsið ykkur faglega reknir ég veit ekki annað enn að Gildi hafi tapað 59,6 miljörðum árið 2008 nær 60 þúsund miljónum á árinu 2008, þetta kom fram á ársfundi sjóðsins árið 2009. Síðan hefur fallið haldið áfram niður á við, hvert tapið á fætur öðru kemur fram nú sem nemur þúsundum miljóna króna og ekki er allt komið fram enn. Síðan heldur þessi sami framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins áfram og vælir í þjóðinni hvað umræðan sé ómálefnaleg gagnrýni eða beinlínis rógburður. Mega ekki sjóðsfélagar gera athugasemdir við rekstur manna sem kunna ekkert að fara með einkaeign sjóðsfélaga, heldur Vilhjálmur það virkilega að hann sé einráður eins og Stalín og standi eins og hann segir, ef svo er þá er hann á villigötum. Ég veit ekki til þess að ég hafi borið rógburð eða ómálefnalega umræðu um Gildi og starfsmenn hans það eitt er ekki minn stíll. Hinsvegar hef ég gert málefnalegar athugasemdir með spurningar til stjórnar sjóðsins enn hef orðið lítið ágengt vegna tregðu stjórar að afhenta skýrslu endurskoðenda, og spurningar sem enn liggja fyrir árið 2009 enn stjórnin hefur ekki séð sér fær enn að verða við mínum óskum, enn á miðju ári 2010 er mínum fyrirspurnum ósvarað. Ég tel það ljúft og skylt að svara og benda á sukkið sem hefur gerst í lífeyrissjóðnum Gildi ég kalla það sukk að tapa þúsundum miljóna króna með Vilhjálm Egilsson innan borð ásamt þeim sem stjórnuðu á þeim tíma sem varð þess valdandi að skuldir umfram eignir eru 12% umfram eignir í dag, sem mun leiða til greiðslufalls þegar fram í sækir. Það þýðir lítið að sverta mig og gera lítið úr mínum skrifum Vilhjálmur og bendla mér við hóp manna úr Frjálslynda flokknum sem ég er ekki í. Sem er einn persónuleg árás á mig. Enn geng ég með óbundnar hendur sem betur fer. Hinsvegar var þarna einn sjóðsfélagi úr Frjálslynda flokknum sem var á þessum fundi og var að kynna sér snillinganna í Gildi það er rétt. Hverskona yfirgangur er þetta mega sjóðsfélagar úr öðrum flokkum ekki mæta til fundar þó þeir séu ekki úr fjórflokknum eða elítunni eins og sumir hafa komist að orði. Framkvæmdarstjóri, yfirmenn og stjórn Gildis verða að taka ábyrgð á sínu tapi og ábyrgð á skerðingu um 17% á tveimur árum þeirra sem hafa skila sínu æfi starfi, taka ábyrgð á 3,6 miljarða tapi í skuldabréfa útboði Glitni í júní mánuði 2008 rétt fyrir hrun sem ekkert veð var fyrir. Koma síðan og segja að lífeyrissjóðurinn Gildi hafi verið blekktur.Ekkert var getið um það í ársskýrslu 2008. Þetta eitt er ekki trúverðugt. Taka ábyrgð á tapi í hlutabréfa safni í bönkunum sem nemur miljörðum króna sem rúllaði út um dyrnar hjá Gildi sem lítið brot af sukki snillingana gera gjaldmiðlaskipta samninga við alla viðskiptabankana sem er enn ólokið og mikil óvissa er um lyktir þess máls, eykur því áhættuna í rekstri sjóðsins. Niðurfærslu skuldabréfa sem námu 10,6 miljörðum króna árið 2009 sem eru rúmlega 100 miljónir króna og rúm 100 miljónir króna niðurfærsla hjá Byr sparisjóði árið 2009. Þetta eitt sýnir í raun hvernig þessir snillingar hafa farið með fé okkur sjóðfélaga. Nú máttu Vilhjálm Egilsson halda áfram að brúka kjaft við mig. Og reyna að sverta mitt mannorð sem þú hefur að undanförnu stundað. Þér væri nær að svara efnislega þeim spurningum sem ég hef lagt fyrir þig, það eitt er holt fyrir þig, tími Stalíns er liðinn,Enn ekki hjá framkvæmdastjóra Atvinulífsins hann heldur áfram notar vef samtakana í þeim tilgangi að sverta mitt mannorð. Þvílík rök af manni sem hefur setið á Alþingi og getur ekki svarað efnislegum spurningum sem varðar Gildi.
Hreinsum til.
Við verðum að ryðja stólana í Gildi skipa þá nýju fólki sem við sjóðsfélagar treystum, við þurfum að ryðja út úr stjórnunum fulltrúum atvinnurekenda þeir hafa þar ekkert að gera nema að valda okkur tjóni. Þeir eiga ekkert að ráðkast með okkar fé. Við borgum af okkar launum í þennan sjóð til að tryggja okkur fyrir afkomu okkar þegar fram í sækir. Ég hef áður tekið það fram hvað þeir voru hliðhollir útrásavíkingum keyptu meira hjá öðrum bankanum enn hinum sem þarf að rannsaka betur. Það er vilji okkar sjóðsfélaga að Sérstakur Saksóknari taki málefni lífeyrissjóðsins Gildi til alvarlegar skoðunar og fari ofan í saumana hvernig einn lífeyrissjóður gat tapað þúsundum miljóna fyrir framan nefið á stjórnendum Gildis á þeim tíma. Eins skal bent á að Árni Guðmundsson var kallaður fyrir rannsóknarnefndina. Hvernig væri að Vilhjálmur Egilsson kæmi fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis og útskýrði sinn þátt í tapi sjóðsins. Það er skýlaus krafa sjóðsfélaga að lífeyrissjóðurinn Gildi verði tekinn til rannsóknar. Það telja sjóðfélagar Gildi eðlilega kröfu þegar skuldir umfram eignir eru 12% sem mun leiða til greiðslufalls þegar fram í sækir.
Jóhann Páll Símonarson.
Sjómaður og sjóðsfélagi í Gildi.

Gegnsæið í lífeyrissjóðum. 14/01/2013

Posted by Jóhann Páll in Greinar.
add a comment

Gegnsæið í lífeyrissjóðunum

Sú mikla umræða sem verið hefur um lífeyrisréttindi á almennum markaði að undanförnu hefur að verulegu leyti snúist um hve mikið réttindi skuli skert. Flestir virðast gera ráð fyrir skerðingu, en skerðingar á lífeyri eru hvorki eðlilegar né sjálfsagðar og það er ákaflega brýnt að sjóðsfélagar séu meðvitaðir um uppsöfnun, rekstur og ávöxtun lífeyrissjóðanna.

Til að sjóðsfélagar geti aflað sér upplýsinga um lífeyrismálin þá þurfa sjóðirnir í heild og einstaka sjóðir að vilja og leggja metnað sinn í að hafa allar upplýsingar er sjóðinn varða upp á borðinu. Lög sem ekki hefur þótt ástæða til að breyta koma í mörgum atriðum í veg fyrir að sjóðirnir, og Fjármálaeftirlitið, tryggir upplýsingarétt sjóðsfélaganna.

Í nokkur misseri hefur sá sem þetta ritað átt í höggi við Gildi, lífeyrissjóð, Fjármálaeftirlitið og ráðuneyti til að freista þess að geta fengið upplýsingar um lífeyrissjóðinn sem ég greiði í og er minn, ásamt þeim sem greiða til sjóðsins.

Í einu bréfinu til Fjármálaeftirlitsins er mér bent á það góðlátlega að lífeyrissjóðunum sjálfum sé í sjálfsvald sett til dæmis hvort Gildi þurfi að birta upplýsingar um niðurfærslu verðbréfa sem hlýtur að teljast afskaplega mikilvægt til að geta metið stöðu og rekstur sjóðs vilji menn hafa þær upplýsingar tiltækar . Á það er einnig bent að ef gera á breytingar á lögum til að tryggja gegnsæi og eðlilegt upplýsingastreymi þá þarf að breyta lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda frá 1997.

Í tuttugustu og sjöundu greina þeirra laga kemur fram að samþykktir lífeyrissjóðanna skuli við það miðað að sjóðurinn geti staðið við skuldbindingar sínar. Það einmitt fjármálráðuneytisins að veita starfsleyfi og Fjármálaeftirlitsins að veita umsögn um starfsleyfi.

Rangt gefið.

En hér rekur sig hvað á annað. Í lögum er kveðið á um að upplýsingaskylda við sjóðsfélaga sé háð samþykktum lífeyrissjóðanna. Sem sagt fjármálaráðherra veitir til dæmis Gildi starfsleyfi og leggur skyldur á sjóðsfélaga en sjóðurinn getur sjálfur ákveðið hvernig hann kýs að tryggja þennan upplýsingarétt gagnvart sjóðsfélagnum. Fjármálaeftirlitið fylgist svo með að stjórnirnar fari að lögum og leggur þannig blessun sína yfir pukur og ógegnsæið gagnvart sjóðafélögum. Í þessu sambandi það skal tekið fram að í ágreiningsmálum milli lífeyrissjóðs og sjóðsfélaga eru sérstök ákvæði um gerðardóm. Hann hefur ekki verið skipaður frá því lögin voru sett og aldrei í fjölmörgum bréfum til fjármálaráðuneytis hefur leiðbeiningaskyldu stjórnvaldsins gangvart mér verið sinnt. Umboðsmaður Alþingis þyrfti að eigin frumkvæði að skoða framkvæmd laganna nr.129/1997.

Lögin girða sem sé fyrir að sjóðsfélaginn geti sinnt eftirlit sínu og það er alfarið háð samþykktum sjóðanna hvernig upplýsingar eru veittar. Framkvæmdastjóri og stjórn, t.d. Gildis eru bundnir þagnarskyldu um allt sem viðkemur rekstri og innra eftirliti sjóðsins. Stjórn lífeyrissjóðanna er heimilt að gera breytingar á samþykktu sjóðanna án þess að bera slíkt undir ársfundi þeirra. Stjórn lífeyrissjóðanna hefur sem sé öll völd um það hvernig rekstri og innra eftirliti lífeyrissjóðanna er háttað. Hér bítur vitleysan í skottið á sér, og hinn almenni sjóðsfélagi fær aldrei og mun aldrei að vita um stöðu mála meðan lög og reglur eru með þeim hætti eins og þau eru í dag.

Mínus á mínus ofan

Af hálfu Fjármálaeftirlitsins hefur komið fram að meðal raunávöxtun Gildis, lífeyrissjóðs, var fyrir skemmstu mínus 5,1% síðustu fimm árin. Þetta kann í framhaldi að hafa þau áhrif á lífeyrissjóðinn Gildi þurfi enn á ný að skerða réttindi sjóðsfélaga því enn er ekki allt komið fram í tapi sjóðsins sl 4 ár . Rekstrarkostnaðurinn hækkar stöðugt hjá Gildi er um það bil 520 milljónir á árinu 2011 og nemur á því ári 4,05% af iðgjöldum sjóðsfélaga það er meira en kostar að reka sambærilega sjóði. Af þessum rekstrarkosnaði renna (17 milljónir til Fjármálaeftirlitsins í eftirlitstörf!). Það er svo einkar athyglisvert að svo skuli búið um hnútana að hjá lífeyrissjóðunum að það þurfi ekki endilega að afhenda sjóðsfélögum fundargerð síðasta ársfundar, eða að bjóða sjóðsfélögum að hlíða á fundargerðir, eða láta bera ársreikninga Gildis upp til samþykktar. Okkur kemur þetta ekki við.

Í okkar heimshluta var grunnstefið í nútíma samfélagi ekki það að hinir fáu ættu að hafa vit fyrir okkur hinum. Grunnstefið ætti að vera að við, almenningur, gætum og hefðum greiða leið að upplýsingum sem myndu upplýsinga okkur og væri þess utan liður í eftirlitinu sem bættir samskipti milli sjóðsfélaga og stjórn lífeyrissjóðs verður að hafa. Þetta kallast lýðræðislegir stjórnarhættir.

Það er svo til marks um lýðræðisást stjórnvalda að engin ríkisstjórn, engum fjármálaráðherra frá 1997 hefur ekki einu sinni dottið í huga að breyta lögunum, sem um sjóðina gilda til að tryggja rétt minn og hafa þannig eftirlit með peningunum sem ég greiði í lífeyrissjóðinn minn. Hvað ætli svona stjórnarfar kallist? Innréttingarnar minna á grafhýsi Leníns.


Jóhann Pál Símonarson er sjómaður og áhugamaður um lýðræði

Bréf til FME vegna rannsóknar. 05/01/2013

Posted by Jóhann Páll in Greinar.
add a comment

Reykjavík 23 nóvember 2010.
Fjármálaeftirlitið
Suðurlandsbraut 32
108 Reykjavík.
Gunnar Þ. Andersen.
Efni: Beðni um öll gögn varandi samskipti við lífeyrissjóðinn Gildi.
Ég undirritaður Jóhann Páll Símonarson kennitala 110451-3939 óska eftir öllum bréfum,skjölum og erindum vegna máls míns. Málsnúmer 006-2010-938 og 2010090163 í skjalavörslukerfi ríkislögreglustjóra. Farið er framá aðgang að öllum gögnum á grundvelli ákvæða upplýsingalaga sem við eiga.
Um er að ræða mál Gildis lífeyrissjóðs þar sem ég óska eftir öllum gögnum þar með talin bréf og erindi frá lögmannstofu verjanda Gildis, lífeyrissjóðnum Gildi, Samtökum atvinnulífsins, Fjármálaeftirlitinu, og ríkislögreglustjóra öll þessi samskipti sem hér um ræðir er óskað eftir að minni hálfu sem fyrst.
Á grundvelli væntanlegra upplýsinga verður tekin ákvörðun um hvort ákvörðun efnahagsbrotadeildar verður að minni hálfu kærð svo sem lög gera ráð fyrir að gera megi.
Með bestu kveðju.
Jóhann Páll Símonarson

Sukk og bruðl. 04/01/2013

Posted by Jóhann Páll in Greinar.
add a comment

Hverjir ráða lífeyrissjóðunum?
Fréttablaðið Skoðun 04. janúar 2013 08:00
Tweet SendaPrenta
lífeyrissjóðir Jóhann Páll Símonarson sjómaður .Jóhann Páll Símonarson skrifar
Eru menn hissa á því að sjóðsfélagar í Lífeyrissjóðnum Gildi hafi spurt sig spurninga þegar ársfundur sjóðsins var haldinn þann 25. apríl sl.? Þeir sjóðsfélagar sem voru mættir til að fylgjast með stöðu sjóðsins urðu fyrir vonbrigðum þegar kom að því að kjósa þyrfti um breytingar á regluverki, taka þátt í að velja um fulltrúa sem voru í framboði og að hækka laun til stjórnarmanna.

Lög Gildis gera ekki ráð fyrir því að hinn almenni sjóðsfélagi ráði neinu um það fé sem hann borgar inn í sjóðinn reglulega. Sjóðfélaginn á í raun að þegja meðan kosning fer fram, nema þeir útvöldu aðilar frá verkalýðsfélögum og atvinnurekendum sem fara með völdin í Gildi. Þessir aðilar fá að rétta upp bleika og græna miða á fundinum til samþykktar eða synjunar og sjóðsfélagar mega hafa sig alla til að ráða í hvað kemur út úr bleiku og grænu merkjasendingunum.

Þessir sömu aðilar voru síðan boðaðir til fundar sérstaklega á hóteli hér í borg, nokkrum mánuðum fyrir fundinn, en hinn almenni sjóðsfélagi var ekki boðaður. Kannski vegna þess að Gildi lífeyrissjóður hafi ekki átt fyrir skuldbindingum undanfarin 4 ár, þar sem halli sjóðsins var rúmar 36 þúsund milljónir króna árið 2010, eða -8,1%, og miklar skerðingar á útgreiðslum hafa átt sér stað til þeirra sem hafa lokið ævistarfi sínu. Þriðja valdið, Fjármálaeftirlitið, hreyfir ekki andmælum þrátt fyrir bréfaskriftir og enn heldur tapið áfram fjórða árið í röð án þess að FME grípi inn í starfsemi Gildis.

Ekki hljómgrunnur

Árið 2011 nam tapið rúmum 23 þúsund milljónum króna, -4,9% sem er rétt við skerðingarhlutfallið sem er 5%. Að eiga og reka sjóð með halla undanfarin fjögur ár kallar á aðgerðir sem ég hef bent á. En mínar athugasemdir hafa ekki fengið hljómgrunn fámenns hóps manna sem telur sig hafa rétt til að ráða ríkjum. Þrátt fyrir tapið hækkuðu laun framkvæmdastjóra sjóðsins í rúmar 20 milljónir króna, rekstrarkostnaður hækkar ár frá ári og er nú kominn í rúmar 519 milljónir króna árið 2011. Á þessum tapárum 2008-2012 hefur rekstrarkostnaður numið rúmum 116 þúsundum milljóna króna og laun framkvæmdastjóra rúmum 79 milljónum króna án þess að valdhafar geri athugasemdir við laun framkvæmdastjóra eða hækkandi kostnað við rekstur sjóðsins. Meira að segja nú ætlar hið samþjappaða vald að hækka skylduáskrift greiðanda í 15,5% og sjóðsfélaginn hefur ekkert með það að segja vegna skylduaðildar sjóðsfélaga að borga í sukk- og bruðlsjóð Gildis því valdhafar bera ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Væri ekki nær að stjórnarmenn og framkvæmdastjóri færu og athuguðu hvað orðið ábyrgð þýðir í raun? Ef þeir skilja það ekki þá vil ég benda umsjónarmönnum orðabóka á að taka það orð út úr íslenskum orðabókum, setja í staðinn sukk og bruðl.

Hækkun iðgjalda

Að samþykkja hækkun iðgjalda er ekkert annað en að auka fjármagn til þess að sjóðurinn geti starfað því tapið er það stærsta frá stofnun hans. Það er í lagi að borga en kjósi sjóðsfélagi að yfirgefa sjóðinn eða hætta í honum þá er það ekki hægt því fé verður eftir inni í sjóðnum. Kalla menn þetta lýðræði í lífeyrissjóðunum? Ég kalla þetta nauðung.

Hafa stjórnendur sagt af sér? Jú, einn. Það var fyrrverandi sjóðstjóri sem sagði af sér. Einn valdamaðurinn sem enn situr og er ábyrgur fyrir kaupum á skuldabréfi rétt fyrir hrun í Glitnis banka fyrir 3.000 milljónir króna, sem töpuðust nokkrum mánuðum síðan eða strax við fall bankans, situr enn. Ekki er að finna neina frekari bókun stjórnar um ofangreind skuldabréfakaup. Það er ekki einn maður sem ber hér ábyrgð, það voru nefnilega stjórnarmenn, varaformaður stjórnar og formaður stjórnar Gildis eða snillingarnir eins og við sjóðsfélagar köllum þá, Vilhjálmur Egilsson og Sigurður Bessason, sem skiptu formannstímanum á milli sín. Það veldur mönnum áhyggjum að stærsta verkalýðsfélagið, Efling, sem á að verja hag launafólks, skuli ekki einu sinni gera athugasemdir við ofurlaun framkvæmdastjóra. Á sama tíma er samið um smánarlaun fyrir lýðinn, það eitt er í lagi, Sigurður Bessason.

.

Svar við bréfi Vilhjálms Egilssonar sem sett var á vef atvinnurekenda. 01/01/2013

Posted by Jóhann Páll in Greinar.
add a comment

Er ekki komi tími á þig Vilhjálmur.
Vilhjálmur Egilsson sjálfstæðismaður tekur þá stefnu að sverta mitt mannorð í skrifum sínum að undanförnu um lífeyrissjóðinn Gildi. Hann gengur svo langt að segja í grein sinni þann 21 Maí 2010.“ En sem betur fer hafa félagar hans í Sjómannafélaginu og aðrir þeir sem standa að lífeyrissjóðnum Gildi ennþá fullt frelsi til að taka ekki mark á Jóhanni Páli og t.d. samþykkja ekki tilögur hans á ársfundum. Það er gæfa fyrir Gildi sem enginn skyldi vanþakka: Það er öllum frjálst að trúa mér ekki?, öllum þessum 160 aðilum sem fara með valdið í lífeyrissjóðnum Gildi er frjálst að taka ekki mark á mér?. Hinsvegar sá stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur að sér og tók undir mína tillögu að þú og þínir ættu að standa upp og yfirgefa svæðið tafarlaust annað væri hrein móðgun við vilja sjóðsfélaga. Annað“Þrátt fyrir ákafan áhuga á málefnum lífeyrissjóða og sér í lagi á lífeyrissjóðnum Gildi hafa félagarnir hans í Sjómannafélagi Íslands ekki treyst sér til að tilnefna hann sem fulltrúa á ársfundum Gildis: Vilhjálmur Egilsson þarna er þú að bera upp á mig tilhæfulausan málflutning. Ég hef aldrei sóst eftir að vera fulltrúi Sjómannafélag Íslands í Gildi. Hinsvegar var ég kjörinn félagslegur endurskoðandi reikningaá sínum tíma hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur fyrir nokkrum árum nú Sjómannafélag Íslands í nokkur ár. Vilhjálmur var það virkilega erindi sem þú lagðir til mín þann 16 apríl sl að ég væri velkominn í stjórn Gildis var það virkilega markmiðið?.

Faglega reknir.
Vilhjálmur Egilsson sagði í mbl þann 3 júní 2009“ Lífeyrissjóðir sem eru í senn öflugir, faglega reknir: hugsið ykkur faglega reknir ég veit ekki annað enn að Gildi hafi tapað 59,6 miljörðum árið 2008 nær 60 þúsund miljónum á árinu 2008, þetta kom fram á ársfundi sjóðsins árið 2009. Síðan hefur fallið haldið áfram niður á við, hvert tapið á fætur öðru kemur fram nú sem nemur þúsundum miljóna króna og ekki er allt komið fram enn. Síðan heldur þessi sami framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins áfram og vælir í þjóðinni hvað umræðan sé ómálefnaleg gagnrýni eða beinlínis rógburður. Mega ekki sjóðsfélagar gera athugasemdir við rekstur manna sem kunna ekkert að fara með einkaeign sjóðsfélaga, heldur Vilhjálmur það virkilega að hann sé einráður eins og Stalín og standi eins og hann segir, ef svo er þá er hann á villigötum. Ég veit ekki til þess að ég hafi borið rógburð eða ómálefnalega umræðu um Gildi og starfsmenn hans það eitt er ekki minn stíll. Hinsvegar hef ég gert málefnalegar athugasemdir með spurningar til stjórnar sjóðsins enn hef orðið lítið ágengt vegna tregðu stjórar að afhenta skýrslu endurskoðenda, og spurningar sem enn liggja fyrir árið 2009 enn stjórnin hefur ekki séð sér fær enn að verða við mínum óskum, enn á miðju ári 2010 er mínum fyrirspurnum ósvarað. Ég tel það ljúft og skylt að svara og benda á sukkið sem hefur gerst í lífeyrissjóðnum Gildi ég kalla það sukk að tapa þúsundum miljóna króna með Vilhjálm Egilsson innan borð ásamt þeim sem stjórnuðu á þeim tíma sem varð þess valdandi að skuldir umfram eignir eru 12% umfram eignir í dag, sem mun leiða til greiðslufalls þegar fram í sækir. Það þýðir lítið að sverta mig og gera lítið úr mínum skrifum Vilhjálmur og bendla mér við hóp manna úr Frjálslynda flokknum sem ég er ekki í. Sem er einn persónuleg árás á mig. Enn geng ég með óbundnar hendur sem betur fer. Hinsvegar var þarna einn sjóðsfélagi úr Frjálslynda flokknum sem var á þessum fundi og var að kynna sér snillinganna í Gildi það er rétt. Hverskona yfirgangur er þetta mega sjóðsfélagar úr öðrum flokkum ekki mæta til fundar þó þeir séu ekki úr fjórflokknum eða elítunni eins og sumir hafa komist að orði. Framkvæmdarstjóri, yfirmenn og stjórn Gildis verða að taka ábyrgð á sínu tapi og ábyrgð á skerðingu um 17% á tveimur árum þeirra sem hafa skila sínu æfi starfi, taka ábyrgð á 3,6 miljarða tapi í skuldabréfa útboði Glitni í júní mánuði 2008 rétt fyrir hrun sem ekkert veð var fyrir. Koma síðan og segja að lífeyrissjóðurinn Gildi hafi verið blekktur.Ekkert var getið um það í ársskýrslu 2008. Þetta eitt er ekki trúverðugt. Taka ábyrgð á tapi í hlutabréfa safni í bönkunum sem nemur miljörðum króna sem rúllaði út um dyrnar hjá Gildi sem lítið brot af sukki snillingana gera gjaldmiðlaskipta samninga við alla viðskiptabankana sem er enn ólokið og mikil óvissa er um lyktir þess máls, eykur því áhættuna í rekstri sjóðsins. Niðurfærslu skuldabréfa sem námu 10,6 miljörðum króna árið 2009 sem eru rúmlega 100 miljónir króna og rúm 100 miljónir króna niðurfærsla hjá Byr sparisjóði árið 2009. Þetta eitt sýnir í raun hvernig þessir snillingar hafa farið með fé okkur sjóðfélaga. Nú máttu Vilhjálm Egilsson halda áfram að brúka kjaft við mig. Og reyna að sverta mitt mannorð sem þú hefur að undanförnu stundað. Þér væri nær að svara efnislega þeim spurningum sem ég hef lagt fyrir þig, það eitt er holt fyrir þig, tími Stalíns er liðinn,Enn ekki hjá framkvæmdastjóra Atvinulífsins hann heldur áfram notar vef samtakana í þeim tilgangi að sverta mitt mannorð. Þvílík rök af manni sem hefur setið á Alþingi og getur ekki svarað efnislegum spurningum sem varðar Gildi.
Hreinsum til.
Við verðum að ryðja stólana í Gildi skipa þá nýju fólki sem við sjóðsfélagar treystum, við þurfum að ryðja út úr stjórnunum fulltrúum atvinnurekenda þeir hafa þar ekkert að gera nema að valda okkur tjóni. Þeir eiga ekkert að ráðkast með okkar fé. Við borgum af okkar launum í þennan sjóð til að tryggja okkur fyrir afkomu okkar þegar fram í sækir. Ég hef áður tekið það fram hvað þeir voru hliðhollir útrásavíkingum keyptu meira hjá öðrum bankanum enn hinum sem þarf að rannsaka betur. Það er vilji okkar sjóðsfélaga að Sérstakur Saksóknari taki málefni lífeyrissjóðsins Gildi til alvarlegar skoðunar og fari ofan í saumana hvernig einn lífeyrissjóður gat tapað þúsundum miljóna fyrir framan nefið á stjórnendum Gildis á þeim tíma. Eins skal bent á að Árni Guðmundsson var kallaður fyrir rannsóknarnefndina. Hvernig væri að Vilhjálmur Egilsson kæmi fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis og útskýrði sinn þátt í tapi sjóðsins. Það er skýlaus krafa sjóðsfélaga að lífeyrissjóðurinn Gildi verði tekinn til rannsóknar. Það telja sjóðfélagar Gildi eðlilega kröfu þegar skuldir umfram eignir eru 12% sem mun leiða til greiðslufalls þegar fram í sækir.
Jóhann Páll Símonarson.
Sjómaður og sjóðsfélagi í Gildi.

Djúpt á svörum hjá FME. 31/12/2012

Posted by Jóhann Páll in Greinar.
add a comment

Góðan dag Jóhann Páll Símonarson
Beðist er velvirðingar á að tölvupósti þínum frá 27. desember hefur ekki verið svarað fyrr, en í gær póstlagði Fjármálaeftirlitið svarbréf eftirlitsins til fjármálaráðuneytis vegna erindis þíns. Líkt og þér er kunnugt um framsendi ráðuneytið erindi þitt eftirlitinu til þóknanlegrar afgreiðslu, og er afgreiðsla málsins lokið af okkar hálfu með því bréfi sem sent var ráðuneytinu. Afrit af bréfinu var sent þér í pósti.
Í bréfinu koma fram aðgerðir Fjármálaeftirlitsins til að athuga afgreiðslu fyrirspurna þinna hjá Gildi lífeyrissjóði, en um aðgerðir eftirlitsins er þér þegar kunnugt. Gildi lífeyrissjóður svaraði fyrirspurnum þínum með bréfi dags. 22. desember sl. og taldi sér ekki fært að opinbera umbeðnar upplýsingar, m.t.t. þess að það gæti skaðað hagsmuni sjóðsins. Fjármálaeftirlitið gerir ekki athugasemdir við þá afstöðu Gildis lífeyrissjóðs, en bendir þó á að aðrir lífeyrissjóðir hafa gert upplýsingar um niðurfærslur skuldabréfa fyrirtækja opinberar. Með hliðsjón af ákvæðum laga um lífeyrissjóði er þó ekki hægt að draga aðrar ályktanir, en að lífeyrissjóðum er í sjálfsvald sett hvort þeir opinberi upplýsingar á borð við þær sem þú óskaðir eftir.
Fjármálaeftirlitið tók fram í bréfi sínu til ráðuneytisins sem póstlagt var í gær að eigi að verða breyting þar á, hvað snertir opinbera upplýsingagjöf lífeyrissjóða um fjárfestingar þeirra eða niðurfærslur vegna þeirra, þurfi að koma til lagabreytingar. Breytingar á lögum eru hins vegar á forræði fjármálaráðuneytis skv. samkomulagi stofnananna um verkaskiptingu vegna lífeyrismála. Vegna þess bendir Fjármálaeftirlitið þér á að snúa þér til ráðuneytisins með tillögur um breytingar á lögum um lífeyrissjóði.

Kveðja / Best Regards,
_______________________________________

FME svarar ekki. 31/12/2012

Posted by Jóhann Páll in Greinar.
add a comment

Gott kvöld Gunnar Andersen forstjóri.

Gleðilegt ár.

27 desember 2011 þá sendi ég yður bréf og bað sérstaklega um að mér yrði send staðfesting að mitt bréf hafði borist til þín.
Mér til vonbrigða þá hefur ekki enn mér borist í hendur staðfesting á umræddu bréfi eða efnislegt svar ykkar sem þitt embætti sem þú Gunnar Andersen veitir forstöðu.

Ég hef lengi átt í stælum við Fme og þau skjöl eru til í skjalsafni Fme til staðfestingar um lífeyrissjóðinn Gildi. Ég verð að segja mér undrast hvað þitt embætti svarar ekki bréfum eða að það tekur lengri tíma að fá svör við efnislega spurningum sem ég hef lagt fyrir Fme.

Verði mér ekki svarað efnislega fljótlega skriflega, þá mun ég halda áfram að leita réttar míns. Gunnar Andersen þetta er ekki hótun, enn mér er full alvara að fara með þetta mál eins langt og hægt er. Það er ekkert réttlæddi að lífeyrissjóður eins og Gildi og stjórnar menn hans geti hagað sér með þessum hætti og svara ekki efnislega spurningum sem eru framlagðar á ársfundi sjóðsins árið 2011. Þið eruð eftirlitaðilar og eigið að framfylgja því að spurningum sem eru lagðar fram með réttu hætti sé svarað. Ég verð að segja með fullri alvöru , mér undrast afskiptaleysi Fme við lífeyrissjóðinn Gildi.

Læt þetta nægja í bili.

Vinsamlega látið Gunnar Andersen fá mitt erindi og þess er óskað að mér verði send staðfesting að mitt erindi hafi borist til Fme og forstjóra þess.

Með bestu kveðju
Jóhann Páll Símonarson

Enn eitt bréf til FME. 31/12/2012

Posted by Jóhann Páll in Greinar.
add a comment

Gott kvöld Gunnar Andersen forstjóri og Hjálmar S. Brynjólfsson.

Svar frá Gildi lífeyrissjóðs barst til mín í dag, enn er stílað til mín þann 21 desember 2011.

Eftir að hafa lesið þetta stutta bréf sem eru næstum 16 vélritaðar línur í þeirra svari til mín. Ég verð að segja mér blöskrar svona svar þeirra.

Fyrir það fyrsta þá var ég með spurningar fyrir árið 2010 enn ekki fyrir 2011 því reikningar eru enn óljósir fyrir 2011. Enn að sögn framkvæmdarstjóra sjóðsins voru svör mín það viðarmikil að þeim yrði svarað með skriflegu bréfi til mín og svörin síðan sett á heimasíðu sjóðsins og fundarmenn voru sannmála því, þetta kemur skýrlega fram í fundargerð sjóðsins fyrir árið 2011 sem er til hjá Gildi. Nú 8 mánuðum síðar eftir ítrekanir er ekki hægt að svara efnislega mínum spurningum sem ég lagð fyrir stjórn sjóðsins á Ársfundi sjóðsins árið 2011. Ég spyr hverskonar framkoma er þetta við okkur sjóðsfélaga. Getur það verið í raun að Fjármálaeftirlitið sem hefur umsjón með Gildi láti svona málsmeðferð ganga svona fyrir sig, að upplýsingum sé í raun haldið leyndu fyrir okkur sem borgum gjöld til sjóðsins, Mér er spurn.?

Í bréfinu frá Gildi standa þessi orð ‘‘ Frekari upplýsingar munu koma fram í árskýrslu sjóðsins fyrir árið 2011 og á næsta ársfundi ,, Gunnar Andersen og Hjálmar S. Brynjólfsson ég krefst þess að fjármálaeftirlitið beiti því valdi sem það hefur gagnvart stjórn lífeyrissjóðsins Gildi að þeir svari þeim spurningum efnislega sem lagðar voru fram á sl ársfundi sjóðsins árið 2011.
Eins vil ég benda þér á Gunnar Andersen bréf mitt var framsent frá Fjármálaráðuneytinu til Fjármálaeftirlitsins þann 14 nóvember 2011 til þóknanlegrar afgreiðslu, sbr. 7. gr stjórnsýslulaga nr 37/1993.

Ég vænti þess að fá efnislegt svar við mínu erindi sem er búið að flækjast á milli ráðuneyta undanfarna mánuði eftir að stjórn Gildis hafnaði að svara mínu erindi ítrekað. Öll skjöl hafið þið í skjalasafni fme um Gildi lífeyrissjóðs sem hefur á árunum 2008 – 2009 – 2010 tapað yfir 173 miljörðum króna og ekki enn er séð fyrir endanum á því tapi. Ég ætla að láta þessi orð mín duga í bili, því ég er að fara á sjó. Enn vænt fullnaðar svara sem fyrst.

Vinsamlega látið Gunnar Andersen hafa þetta bréf og senda mér staðfestingu að þetta hafi borist.

Með Jólakveðju.
Jóhann Páll Símonarson

Það skal tekið fram að FME hefur lagalega skildu fyrir hönd sjóðsfélaga í Gildi lífeyrissjóð.

Pressan – Eyjan.is 06.05 – 2010. 31/12/2012

Posted by Jóhann Páll in Greinar.
add a comment

Fimmtudagur 06.05.2010 – 13:06 – Ummæli (0)
Jóhann Páll ætlar ekki að láta staðar numið. Yfirmenn Gildis skulda sjóðsfélögum svör

Formaður stjórnar Gildis þvertekur fyrir að veita sjóðsfélögum umbeðnar upplýsingar
Þrátt fyrir að Jóhann Páll Símonarson, sjómaður og sjóðsfélagi í Lífeyrissjóðnum Gildi, hafi ekki haft erindi sem erfiði þegar hann fór fram á að stjórn og yfirmenn segðu af sér á ársfundi lífeyrissjóðsins í síðustu viku ætlar Jóhann ekki að leggja árar í bát. Krefur hann Vilhjálm Egilsson, formann sjóðsins, um svör í opnu bréfi og ítrekar beiðni um aðgang að skýrslu endurskoðanda árin 2008 og 2009.

Þá skýrslu hefur Jóhann ítrekað óskað eftir að sjá en fengið neitun þrátt fyrir að hann hafi það staðfest frá Fjármálaeftirlitinu að sem sjóðsfélagi eigi hann skýran rétt að sjá umrædda skýrslu. Grunar Jóhann að í þeim megi finna ýmislegt sem ekki þoli dagsljós ýkja vel enda séu ekki margar aðrar ástæður fyrir því að halda slíku leyndu.

En Jóhann segir mörgum öðrum spurningum ósvarað og beinir þeim til formanns stjórnar Gildis.

Í skýrslu RNA kemur fram að Gildi ásamt öðrum lífeyrissjóðum tók þátt í því að halda uppi gengi hlutabréfa bankanna ásamt því að kaupa skuldabréf og aðra gjörninga af föllnu bönkunum þrátt fyrir vitneskju um að ekki væri allt með felldu í rekstri þeirra. Með vísan til þessarar umfjöllunar RNA langar mig til að spyrja þig, Vilhjálmur Egilsson, hvort þetta hafi ekki verið rætt í stjórn sjóðsins og gert með samþykki hennar. Í ársskýrslu Gildis fyrir árið 2009 kemur fram að þrátt fyrir það sem skýrlega kemur fram í skýrslu RNA telur stjórn Gildis sig blekkta af hálfu Glitnis banka og ber fyrir sig forsendubresti í tengslum við skuldabréfakaup í júnímánuði 2008. Slík afstaða stjórnar Gildis er ekki trúverðug þar sem kemur fram í skýrslu RNA að stjórnir og stjórnendur lífeyrissjóðanna hafi þegar á árunum 2007-2008 vitað um alvarlega stöðu hinna föllnu banka.

Hvers vegna voru stjórnarmenn í lífeyrissjóðnum Gildi að samþykkja að taka þátt í skuldabréfaútboði Glitnis þegar þeim var ljóst á þeim tíma að Glitnir banki stóð höllum fæti fjárhagslega og rekstrarlega?Hvernig stóð á því að stjórn Gildis samþykkir, þrátt fyrir vitneskju um bága stöðu bankanna, að halda áfram að kaupa hlutabréf, skuldabréf og aðra gjörninga af bönkunum ásamt því að leggja peninga okkar sjóðfélaga inn í föllnu bankana 3 og Straum-Burðarás alveg fram að síðustu stundu fyrir hrun?

Í skýrslu RNA kemur fram að stefnt hafi í óefni og það legið fyrir um nokkra hríð. Hvers vegna greip stjórn Gildis ekki til viðeigandi ráðstafana þegar vitneskja um þetta ástand lá fyrir? Það vakna jafnframt spurningar þegar mesta tap lífeyrissjóðanna í sögunni blasir við. Á sama tíma gera menn breytingar á þeim viðmiðum sem lífslíkur miðast við. Í árskýrslu Gildis kemur fram að gerðar hafi verið breytingar á viðmiðum lífslíkna og miðað er nú við lífslíkur á árunum 2004-2008. Af hverju var þessi breyting gerð á reiknilíkum sjóðsins?

Share on emailShare on facebookShare on facebook_like