jump to navigation

Forgangsmál

Ég mun beita mér fyrir auknu samstarfi við atvinnulífið í borginni, auka atvinnutækifæri og efla umhverfi fyrir borgarbúa, þjónustu og fyrirtæki. Ég vil stuðla að betri betri  og öruggari borg  með því að að bæta umgengni í borginni og auka löggæslu; bæði gangandi og keyrandi gæslu. Nauðsynlegt er að verja betur hag eldri borgara og öryggi þeirra, hlúa að heimilislausum og hlusta meira á fólkið í borginni.

Ég mun vinna með fólkinu í borginni og bæta aðgengi þeirra að kjörnum borgarfulltrúum.  Með því vil ég tryggja að farið sé vel með fé skattborgara og að fólkið sé haft með í ráðum.

Mikilvægt er að halda uppi lifandi atvinnulífi á sviði samgangna, flugs, skipa, þjónustufyrirtækja og verslana með það að markmiði að borgin okkar séð aðlaðandi og standi undir nafni sem höfuðborg allra landsmanna. Því er áríðandi að Reykjavíkurflugvöllur sé á sínum stað.

Ég mun beita mér fyrir því að það staðið sé betur að umhverfis-og skipulagsmálum við gömlu höfnina og efla mannlífið þar og í miðborginni.
Opna þarf mótökustöð Sorpu aftur í Grafarvogi, og skapa Björgun nýjan stað til framtíðar.

%d bloggurum líkar þetta: