jump to navigation

Aukaársfundur Íslenska Lífeyrissjóðsins 2009 28/09/2009

Posted by Jóhann Páll in Greinar.
comments closed

Aukaársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins 2009.

Betri byggð á villigötum og bellibrögð varaformannsins 18/09/2009

Posted by Jóhann Páll in Greinar.
comments closed

ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem mér blöskra skrif fulltrúa Samtaka um betri byggð. Þetta gerðist 14. desember sl. þar sem þeir bera Birnu Lárusdóttur bæjarfulltrúa Ísfirðinga órökstuddum dylgjum þegar hún svarar þeim í grein sinni 2. desember. Þar segir hún að meirihluti þjóðarinnar vilji hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Þetta er rétt hjá henni og fjöldi fólks tekur undir þau orð, eins er ég henni sammála um að Reykjavíkurborg standi vart undir nafni sem höfuðborg öðruvísi en að geta boðið jafnt landsmönnum, sem erlendum gestum, greiða afkomu að borginni. Hvað er að því? Þetta eru gild rök, Einar Eiríksson, Gunnar H. Gunnarsson, og Örn Sigurðsson.

Hins vegar eru fulltrúar betri byggðar á villigötum þegar þeir fullyrða í sinni fyrirsögn að Reykjavíkurborg sé að niðurgreiða innanlandsflugið. Þvílíkt bull og þvæla hjá þessum aðilum. Þeir geta ekki einu sinni sagt rétt og satt frá, heldur kjósa þessir aðilar að bera ósannindi upp á fólk með sínum skrifum. Samanber í skrifum sínum þann 14. nóvember þegar þeir fara með helber ósannindi þar sem sagt er að landsbyggðarforkólfar hafi lengi misbeitt valdi sínu. Þið félagarnir ættuð að lesa grein mína þann 1. desember sl. þar færi ég rök fyrir mínu máli með faglegum rökum.

Samtök sem vilja að sé hlustað á sjónarmið sín hafa hinsvegar kosið að sýna landsbyggðinni fingurinn sem þau endurtaka í formi greinar þremenninganna. Ykkur verður sendur fingurinn á sama hátt þegar þið farið með ósannindi og dylgjur í ykkar málflutningi og berið ósannindi á fólk sem svarar ykkur. Miklir menn tala fyrir Samtök um betri byggð, eða hitt og heldur. Þvílíkir dónar sem þið forkólfarnir eruð, uppfullir af frekju og hroka sem þarf tafarlaust að tappa af.

Hóta

Yfirstéttin í Þingholtunum hefur lengi komist upp með það að hafa í hótunum við fólki eins og þið hafið gert í grein ykkar 14. desember þar sem þið gangið svo langt að hóta frambjóðendum öllu illu ef þeir segi sína skoðun á flugvellinum í Vatnsmýrinni. Þetta eru sömu frasar og þið yfirstéttarmenn notuðu í síðustu borgarstjórnarkosningum. Ég fékk sjálfur tölvupóst frá þessum samtökum. Ég veit ekki annað að þið séuð flokksbundnir sjálfstæðismenn og skýlið ykkur á bak við annað félag, því þið þorið ekki að segja satt og rétt frá. Þið ættuð að hafa kjark og þor að standa undir nafni, ef þið hafið ekki áhuga að búa í borg, ef ykkur leiðist svona í góðri borg, af hverju færið ykkur ekki um set og látið þá sem vilja búa í borg í friði. Nóg er af sumarhúsalóðum og sumarhúsum til sölu.

Reykjavíkurflugvöllur

Flugvöllurinn í Reykjavík hefur skapað atvinnutækifæri og tekjur til Reykjavíkurborgar sem við borgarbúar njótum í formi tekna. Þetta hefur líka veitt íbúum á landsbyggðinni öryggi vegna nálægðar við sjúkrahús og stofnanir allra landsmanna. Reykjavíkurflugvöllur á að vera á sínum stað og samgönguráðherra á að byggja nýja flugstöð. Hún á að vera á þeim stað sem flugvallarhúsið er og ekkert að því. Þetta flugvallarhús gæti vel verið stálgrindarhús sem hægt væri að stækka og kostnaður yrði miklu minni en með byggingu steinkastala. Þetta stálgrindarhús væri hægt að reisa á stuttum tíma, það er nefnilega ekkert að því að fara vel með fé þjóðarinnar. Hins vegar er það alvarlegur hlutur þegar Dagur Eggertsson varaformaður Samfylkingar og félagar halda Kristjáni Möller samgönguráðherra í heljargreipum og reynir með bellibrögðum að stöðva þessa framkvæmd. Samgönguráherra hefur beðið lengi á hliðarlínunni og verið tilbúin fyrir löngu að byggja nýja flugstöð. Þess vegna krefst fólk sem lifir í þessu landi að flugvöllurinn verði á sínum stað og að byggt verði ný flugstöð sem fellur inn í umhverfið. Annars mætti hugsa sér að halda einni eða tveimur brautum á flugvallarsvæðinu með varabraut á Álftarnesi, ekki veitir því sveitafélagi af tekjunum.

Birt í Morgunblaðinu föstudaginn 18. desember, 2009.

Opið bréf til forstjóra FME 06/09/2009

Posted by Jóhann Páll in Greinar.
comments closed

UNDIRRITAÐUR á sparifé til efri ára sem lífeyrissjóðurinn Gildi varðveitir og ávaxtar. Stjórnarmenn og starfsmenn sjóðsins hafa komið því svo fyrir að störf þeirra fyrir sjóðinn hafa gefið þeim milljónir í aðra hönd. Þótt þeir geri vel við sig stjórnendurnir höfum við sjóðsfélagarnir tapað milljörðum á þessum mönnum.

Fjármálaeftirlitinu ber að hafa eftirlit með gjörðum þeirra sem fengin voru völd og ábyrgð til að fara með eignir okkar sjóðsfélaganna. Sjálfur hef ég ítrekað reynt að afla mér upplýsinga sem varpað gæti ljósi á ráðslag stjórnenda sjóðsins, án árangurs. Því beindi ég nokkrum spurningum til fjármálaeftirlitsins fyrir tveimur mánuðum. Svör hafa engin borist. Því endurtek ég spurningarnar hér:

  1. Hefur FME farið yfir stöðu og kynnt sér ítarlega lífeyrissjóðinn Gildi?
  2. Telur FME að fjárfestingarstefna lífeyrissjóðsins uppfylli allar þær kröfur sem til er ætlast í rekstri sjóðsins samkvæmt lögum?
  3. Hver er afstaða FME gagnvart vogunarsjóðum? Uppfyllir sjóðurinn þær reglur, hafa hugsanleg brot verið framin, samkvæmt grein 8.1.7 þar sem segir að sjóðnum sé heimilt að fjárfesta í fjárfestingarsjóðum sem fjármagni sig með lántöku eða skortsölu.
  4. Telur FME að það sé heimilt samkvæmt lögum að neita sjóðsfélaga um skýrslu endurskoðenda? Málið var tekið fyrir á fundi og því neitað alfarið af stjórn sjóðsins).
  5. Samræmist þessi fagafgreiðsla lögum?
  6. Telur FME eðlilegt að skuldabréfasafn sé fært niður um 12 þúsund og þrjúhundruð miljónir króna? Ekkert er getið um það í ársskýrslu hvaða fyrirtæki eiga hér í hlut).

Viðbótarspurningar eru þessar:

Hyggst Fjármálaeftirlitið svara þessum spurningum?

Telur FME að starfsemi Gildis standist lög. nr 161/2002?

Spurningar eru settar fram vegna þess að undirritaður á beinna hagsmuna að gæta vegna rekstrar lífeyrissjóðsins Gildis. Spurningarnar eru sömuleiðis fram settar til að freista þess að tryggja samræmi á milli ábyrgðar stjórnenda og þess sem þeir bera úr býtum í vandasömum störfum sínum.

Ábyrgðarvæðing þeirra sem stjórna er ein leið almennings til að stöðva liðið sem hefur leikið lausum hala undanfarin ár, og er aftur komið á kreik, nú til að selja undan okkur auðlindir, lönd og lóðir sem áður voru torg, og aðgang að sjúkrastofnunum og fagþekkingu sem almenningur hefur greitt fyrir.
Takið eftir: sem almenningur hefur greitt fyrir.

Þetta lið þarf að stöðva strax og þess vegna mun ég ekki gefast upp.

JÓHANN PÁLL SÍMONARSON,
sjómaður og sjóðsfélagi í Gildi.

Birt í Morgunblaðinu 6. september, 2009.