Enn eitt bréf til FME. 31/12/2012
Posted by Jóhann Páll in Greinar.trackback
Gott kvöld Gunnar Andersen forstjóri og Hjálmar S. Brynjólfsson.
Svar frá Gildi lífeyrissjóðs barst til mín í dag, enn er stílað til mín þann 21 desember 2011.
Eftir að hafa lesið þetta stutta bréf sem eru næstum 16 vélritaðar línur í þeirra svari til mín. Ég verð að segja mér blöskrar svona svar þeirra.
Fyrir það fyrsta þá var ég með spurningar fyrir árið 2010 enn ekki fyrir 2011 því reikningar eru enn óljósir fyrir 2011. Enn að sögn framkvæmdarstjóra sjóðsins voru svör mín það viðarmikil að þeim yrði svarað með skriflegu bréfi til mín og svörin síðan sett á heimasíðu sjóðsins og fundarmenn voru sannmála því, þetta kemur skýrlega fram í fundargerð sjóðsins fyrir árið 2011 sem er til hjá Gildi. Nú 8 mánuðum síðar eftir ítrekanir er ekki hægt að svara efnislega mínum spurningum sem ég lagð fyrir stjórn sjóðsins á Ársfundi sjóðsins árið 2011. Ég spyr hverskonar framkoma er þetta við okkur sjóðsfélaga. Getur það verið í raun að Fjármálaeftirlitið sem hefur umsjón með Gildi láti svona málsmeðferð ganga svona fyrir sig, að upplýsingum sé í raun haldið leyndu fyrir okkur sem borgum gjöld til sjóðsins, Mér er spurn.?
Í bréfinu frá Gildi standa þessi orð ‘‘ Frekari upplýsingar munu koma fram í árskýrslu sjóðsins fyrir árið 2011 og á næsta ársfundi ,, Gunnar Andersen og Hjálmar S. Brynjólfsson ég krefst þess að fjármálaeftirlitið beiti því valdi sem það hefur gagnvart stjórn lífeyrissjóðsins Gildi að þeir svari þeim spurningum efnislega sem lagðar voru fram á sl ársfundi sjóðsins árið 2011.
Eins vil ég benda þér á Gunnar Andersen bréf mitt var framsent frá Fjármálaráðuneytinu til Fjármálaeftirlitsins þann 14 nóvember 2011 til þóknanlegrar afgreiðslu, sbr. 7. gr stjórnsýslulaga nr 37/1993.
Ég vænti þess að fá efnislegt svar við mínu erindi sem er búið að flækjast á milli ráðuneyta undanfarna mánuði eftir að stjórn Gildis hafnaði að svara mínu erindi ítrekað. Öll skjöl hafið þið í skjalasafni fme um Gildi lífeyrissjóðs sem hefur á árunum 2008 – 2009 – 2010 tapað yfir 173 miljörðum króna og ekki enn er séð fyrir endanum á því tapi. Ég ætla að láta þessi orð mín duga í bili, því ég er að fara á sjó. Enn vænt fullnaðar svara sem fyrst.
Vinsamlega látið Gunnar Andersen hafa þetta bréf og senda mér staðfestingu að þetta hafi borist.
Með Jólakveðju.
Jóhann Páll Símonarson
Það skal tekið fram að FME hefur lagalega skildu fyrir hönd sjóðsfélaga í Gildi lífeyrissjóð.
Athugasemdir»
No comments yet — be the first.