jump to navigation

Djúpt á svörum hjá FME. 31/12/2012

Posted by Jóhann Páll in Greinar.
trackback

Góðan dag Jóhann Páll Símonarson
Beðist er velvirðingar á að tölvupósti þínum frá 27. desember hefur ekki verið svarað fyrr, en í gær póstlagði Fjármálaeftirlitið svarbréf eftirlitsins til fjármálaráðuneytis vegna erindis þíns. Líkt og þér er kunnugt um framsendi ráðuneytið erindi þitt eftirlitinu til þóknanlegrar afgreiðslu, og er afgreiðsla málsins lokið af okkar hálfu með því bréfi sem sent var ráðuneytinu. Afrit af bréfinu var sent þér í pósti.
Í bréfinu koma fram aðgerðir Fjármálaeftirlitsins til að athuga afgreiðslu fyrirspurna þinna hjá Gildi lífeyrissjóði, en um aðgerðir eftirlitsins er þér þegar kunnugt. Gildi lífeyrissjóður svaraði fyrirspurnum þínum með bréfi dags. 22. desember sl. og taldi sér ekki fært að opinbera umbeðnar upplýsingar, m.t.t. þess að það gæti skaðað hagsmuni sjóðsins. Fjármálaeftirlitið gerir ekki athugasemdir við þá afstöðu Gildis lífeyrissjóðs, en bendir þó á að aðrir lífeyrissjóðir hafa gert upplýsingar um niðurfærslur skuldabréfa fyrirtækja opinberar. Með hliðsjón af ákvæðum laga um lífeyrissjóði er þó ekki hægt að draga aðrar ályktanir, en að lífeyrissjóðum er í sjálfsvald sett hvort þeir opinberi upplýsingar á borð við þær sem þú óskaðir eftir.
Fjármálaeftirlitið tók fram í bréfi sínu til ráðuneytisins sem póstlagt var í gær að eigi að verða breyting þar á, hvað snertir opinbera upplýsingagjöf lífeyrissjóða um fjárfestingar þeirra eða niðurfærslur vegna þeirra, þurfi að koma til lagabreytingar. Breytingar á lögum eru hins vegar á forræði fjármálaráðuneytis skv. samkomulagi stofnananna um verkaskiptingu vegna lífeyrismála. Vegna þess bendir Fjármálaeftirlitið þér á að snúa þér til ráðuneytisins með tillögur um breytingar á lögum um lífeyrissjóði.

Kveðja / Best Regards,
_______________________________________

Athugasemdir»

No comments yet — be the first.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: