jump to navigation

Pressan – Eyjan.is 06.05 – 2010. 31/12/2012

Posted by Jóhann Páll in Greinar.
trackback

Fimmtudagur 06.05.2010 – 13:06 – Ummæli (0)
Jóhann Páll ætlar ekki að láta staðar numið. Yfirmenn Gildis skulda sjóðsfélögum svör

Formaður stjórnar Gildis þvertekur fyrir að veita sjóðsfélögum umbeðnar upplýsingar
Þrátt fyrir að Jóhann Páll Símonarson, sjómaður og sjóðsfélagi í Lífeyrissjóðnum Gildi, hafi ekki haft erindi sem erfiði þegar hann fór fram á að stjórn og yfirmenn segðu af sér á ársfundi lífeyrissjóðsins í síðustu viku ætlar Jóhann ekki að leggja árar í bát. Krefur hann Vilhjálm Egilsson, formann sjóðsins, um svör í opnu bréfi og ítrekar beiðni um aðgang að skýrslu endurskoðanda árin 2008 og 2009.

Þá skýrslu hefur Jóhann ítrekað óskað eftir að sjá en fengið neitun þrátt fyrir að hann hafi það staðfest frá Fjármálaeftirlitinu að sem sjóðsfélagi eigi hann skýran rétt að sjá umrædda skýrslu. Grunar Jóhann að í þeim megi finna ýmislegt sem ekki þoli dagsljós ýkja vel enda séu ekki margar aðrar ástæður fyrir því að halda slíku leyndu.

En Jóhann segir mörgum öðrum spurningum ósvarað og beinir þeim til formanns stjórnar Gildis.

Í skýrslu RNA kemur fram að Gildi ásamt öðrum lífeyrissjóðum tók þátt í því að halda uppi gengi hlutabréfa bankanna ásamt því að kaupa skuldabréf og aðra gjörninga af föllnu bönkunum þrátt fyrir vitneskju um að ekki væri allt með felldu í rekstri þeirra. Með vísan til þessarar umfjöllunar RNA langar mig til að spyrja þig, Vilhjálmur Egilsson, hvort þetta hafi ekki verið rætt í stjórn sjóðsins og gert með samþykki hennar. Í ársskýrslu Gildis fyrir árið 2009 kemur fram að þrátt fyrir það sem skýrlega kemur fram í skýrslu RNA telur stjórn Gildis sig blekkta af hálfu Glitnis banka og ber fyrir sig forsendubresti í tengslum við skuldabréfakaup í júnímánuði 2008. Slík afstaða stjórnar Gildis er ekki trúverðug þar sem kemur fram í skýrslu RNA að stjórnir og stjórnendur lífeyrissjóðanna hafi þegar á árunum 2007-2008 vitað um alvarlega stöðu hinna föllnu banka.

Hvers vegna voru stjórnarmenn í lífeyrissjóðnum Gildi að samþykkja að taka þátt í skuldabréfaútboði Glitnis þegar þeim var ljóst á þeim tíma að Glitnir banki stóð höllum fæti fjárhagslega og rekstrarlega?Hvernig stóð á því að stjórn Gildis samþykkir, þrátt fyrir vitneskju um bága stöðu bankanna, að halda áfram að kaupa hlutabréf, skuldabréf og aðra gjörninga af bönkunum ásamt því að leggja peninga okkar sjóðfélaga inn í föllnu bankana 3 og Straum-Burðarás alveg fram að síðustu stundu fyrir hrun?

Í skýrslu RNA kemur fram að stefnt hafi í óefni og það legið fyrir um nokkra hríð. Hvers vegna greip stjórn Gildis ekki til viðeigandi ráðstafana þegar vitneskja um þetta ástand lá fyrir? Það vakna jafnframt spurningar þegar mesta tap lífeyrissjóðanna í sögunni blasir við. Á sama tíma gera menn breytingar á þeim viðmiðum sem lífslíkur miðast við. Í árskýrslu Gildis kemur fram að gerðar hafi verið breytingar á viðmiðum lífslíkna og miðað er nú við lífslíkur á árunum 2004-2008. Af hverju var þessi breyting gerð á reiknilíkum sjóðsins?

Share on emailShare on facebookShare on facebook_like

Athugasemdir»

No comments yet — be the first.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: