Fíkniefni burtu 31/10/2005
Posted by Jóhann Páll in Greinar.comments closed
Fíkniefnadraugurinn er farinn að láta á sér kræla í kringum skólana okkar. Að þessu komst ég að þegar ég var á fundi í einu hverfi borgarinnar fyrir stuttu. Þann viðbjóð þarf að stoppa tafarlaust. Ég átta mig ekki á því hvort Forseti Íslands er með átakinu sem hann beitir sér fyrir, og nær til Reykjavíkur og lastabæla í gömlu Austur Evrópu að skipa okkur á bekk með þeim borgum, eða hvort útspilið er auglýsinga brella það skiptir ekki máli.
Það sem skiptir máli er að borgaryfirvöld, sem bera ábyrgð á grunnskólanum borgarinnar og kennslu barna á grunnskóla aldri, stórefli vitneskjuna hjá börnum um hætturnar við fíkniefnaneyslu og um það hvernig fíkniefnum er komið á framæri frá sölumönnum dauðans við ungt fólk.
Við eigum að gera kröfur til borgaryfirvalda í þessu sambandi. Ég mun berjast af alefli fyrir því innan Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn taki enn frekar á í þessu sambandi. Þetta verður gert með beinum aðgerðum að hálfu borgaryfirvalda en þetta verður líka gert með því að gera auknar kröfur til foreldra og forráðamanna ungs fólks í þessu sambandi. Því verður nefnilega ekki breytt nema menn taka á því.
Í þessum efnum eru menn oftast sinnar gæfu smiðir. Hjáróma röddum sem hafa lagt til að fíkniefni verði lögleidd verða svo leiddar oní pípulögn svo vitnað sé til skáldsins.