jump to navigation

Svar við bréfi Vilhjálms Egilssonar sem sett var á vef atvinnurekenda. 01/01/2013

Posted by Jóhann Páll in Greinar.
trackback

Er ekki komi tími á þig Vilhjálmur.
Vilhjálmur Egilsson sjálfstæðismaður tekur þá stefnu að sverta mitt mannorð í skrifum sínum að undanförnu um lífeyrissjóðinn Gildi. Hann gengur svo langt að segja í grein sinni þann 21 Maí 2010.“ En sem betur fer hafa félagar hans í Sjómannafélaginu og aðrir þeir sem standa að lífeyrissjóðnum Gildi ennþá fullt frelsi til að taka ekki mark á Jóhanni Páli og t.d. samþykkja ekki tilögur hans á ársfundum. Það er gæfa fyrir Gildi sem enginn skyldi vanþakka: Það er öllum frjálst að trúa mér ekki?, öllum þessum 160 aðilum sem fara með valdið í lífeyrissjóðnum Gildi er frjálst að taka ekki mark á mér?. Hinsvegar sá stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur að sér og tók undir mína tillögu að þú og þínir ættu að standa upp og yfirgefa svæðið tafarlaust annað væri hrein móðgun við vilja sjóðsfélaga. Annað“Þrátt fyrir ákafan áhuga á málefnum lífeyrissjóða og sér í lagi á lífeyrissjóðnum Gildi hafa félagarnir hans í Sjómannafélagi Íslands ekki treyst sér til að tilnefna hann sem fulltrúa á ársfundum Gildis: Vilhjálmur Egilsson þarna er þú að bera upp á mig tilhæfulausan málflutning. Ég hef aldrei sóst eftir að vera fulltrúi Sjómannafélag Íslands í Gildi. Hinsvegar var ég kjörinn félagslegur endurskoðandi reikningaá sínum tíma hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur fyrir nokkrum árum nú Sjómannafélag Íslands í nokkur ár. Vilhjálmur var það virkilega erindi sem þú lagðir til mín þann 16 apríl sl að ég væri velkominn í stjórn Gildis var það virkilega markmiðið?.

Faglega reknir.
Vilhjálmur Egilsson sagði í mbl þann 3 júní 2009“ Lífeyrissjóðir sem eru í senn öflugir, faglega reknir: hugsið ykkur faglega reknir ég veit ekki annað enn að Gildi hafi tapað 59,6 miljörðum árið 2008 nær 60 þúsund miljónum á árinu 2008, þetta kom fram á ársfundi sjóðsins árið 2009. Síðan hefur fallið haldið áfram niður á við, hvert tapið á fætur öðru kemur fram nú sem nemur þúsundum miljóna króna og ekki er allt komið fram enn. Síðan heldur þessi sami framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins áfram og vælir í þjóðinni hvað umræðan sé ómálefnaleg gagnrýni eða beinlínis rógburður. Mega ekki sjóðsfélagar gera athugasemdir við rekstur manna sem kunna ekkert að fara með einkaeign sjóðsfélaga, heldur Vilhjálmur það virkilega að hann sé einráður eins og Stalín og standi eins og hann segir, ef svo er þá er hann á villigötum. Ég veit ekki til þess að ég hafi borið rógburð eða ómálefnalega umræðu um Gildi og starfsmenn hans það eitt er ekki minn stíll. Hinsvegar hef ég gert málefnalegar athugasemdir með spurningar til stjórnar sjóðsins enn hef orðið lítið ágengt vegna tregðu stjórar að afhenta skýrslu endurskoðenda, og spurningar sem enn liggja fyrir árið 2009 enn stjórnin hefur ekki séð sér fær enn að verða við mínum óskum, enn á miðju ári 2010 er mínum fyrirspurnum ósvarað. Ég tel það ljúft og skylt að svara og benda á sukkið sem hefur gerst í lífeyrissjóðnum Gildi ég kalla það sukk að tapa þúsundum miljóna króna með Vilhjálm Egilsson innan borð ásamt þeim sem stjórnuðu á þeim tíma sem varð þess valdandi að skuldir umfram eignir eru 12% umfram eignir í dag, sem mun leiða til greiðslufalls þegar fram í sækir. Það þýðir lítið að sverta mig og gera lítið úr mínum skrifum Vilhjálmur og bendla mér við hóp manna úr Frjálslynda flokknum sem ég er ekki í. Sem er einn persónuleg árás á mig. Enn geng ég með óbundnar hendur sem betur fer. Hinsvegar var þarna einn sjóðsfélagi úr Frjálslynda flokknum sem var á þessum fundi og var að kynna sér snillinganna í Gildi það er rétt. Hverskona yfirgangur er þetta mega sjóðsfélagar úr öðrum flokkum ekki mæta til fundar þó þeir séu ekki úr fjórflokknum eða elítunni eins og sumir hafa komist að orði. Framkvæmdarstjóri, yfirmenn og stjórn Gildis verða að taka ábyrgð á sínu tapi og ábyrgð á skerðingu um 17% á tveimur árum þeirra sem hafa skila sínu æfi starfi, taka ábyrgð á 3,6 miljarða tapi í skuldabréfa útboði Glitni í júní mánuði 2008 rétt fyrir hrun sem ekkert veð var fyrir. Koma síðan og segja að lífeyrissjóðurinn Gildi hafi verið blekktur.Ekkert var getið um það í ársskýrslu 2008. Þetta eitt er ekki trúverðugt. Taka ábyrgð á tapi í hlutabréfa safni í bönkunum sem nemur miljörðum króna sem rúllaði út um dyrnar hjá Gildi sem lítið brot af sukki snillingana gera gjaldmiðlaskipta samninga við alla viðskiptabankana sem er enn ólokið og mikil óvissa er um lyktir þess máls, eykur því áhættuna í rekstri sjóðsins. Niðurfærslu skuldabréfa sem námu 10,6 miljörðum króna árið 2009 sem eru rúmlega 100 miljónir króna og rúm 100 miljónir króna niðurfærsla hjá Byr sparisjóði árið 2009. Þetta eitt sýnir í raun hvernig þessir snillingar hafa farið með fé okkur sjóðfélaga. Nú máttu Vilhjálm Egilsson halda áfram að brúka kjaft við mig. Og reyna að sverta mitt mannorð sem þú hefur að undanförnu stundað. Þér væri nær að svara efnislega þeim spurningum sem ég hef lagt fyrir þig, það eitt er holt fyrir þig, tími Stalíns er liðinn,Enn ekki hjá framkvæmdastjóra Atvinulífsins hann heldur áfram notar vef samtakana í þeim tilgangi að sverta mitt mannorð. Þvílík rök af manni sem hefur setið á Alþingi og getur ekki svarað efnislegum spurningum sem varðar Gildi.
Hreinsum til.
Við verðum að ryðja stólana í Gildi skipa þá nýju fólki sem við sjóðsfélagar treystum, við þurfum að ryðja út úr stjórnunum fulltrúum atvinnurekenda þeir hafa þar ekkert að gera nema að valda okkur tjóni. Þeir eiga ekkert að ráðkast með okkar fé. Við borgum af okkar launum í þennan sjóð til að tryggja okkur fyrir afkomu okkar þegar fram í sækir. Ég hef áður tekið það fram hvað þeir voru hliðhollir útrásavíkingum keyptu meira hjá öðrum bankanum enn hinum sem þarf að rannsaka betur. Það er vilji okkar sjóðsfélaga að Sérstakur Saksóknari taki málefni lífeyrissjóðsins Gildi til alvarlegar skoðunar og fari ofan í saumana hvernig einn lífeyrissjóður gat tapað þúsundum miljóna fyrir framan nefið á stjórnendum Gildis á þeim tíma. Eins skal bent á að Árni Guðmundsson var kallaður fyrir rannsóknarnefndina. Hvernig væri að Vilhjálmur Egilsson kæmi fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis og útskýrði sinn þátt í tapi sjóðsins. Það er skýlaus krafa sjóðsfélaga að lífeyrissjóðurinn Gildi verði tekinn til rannsóknar. Það telja sjóðfélagar Gildi eðlilega kröfu þegar skuldir umfram eignir eru 12% sem mun leiða til greiðslufalls þegar fram í sækir.
Jóhann Páll Símonarson.
Sjómaður og sjóðsfélagi í Gildi.

Athugasemdir»

No comments yet — be the first.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: