Ykkar skoðanir
Komið þið sæl,
Mig langar að gefa ykkur tækifæri til að skrá ykkar skoðanir og vangaveltur varðandi prófkjörið, borgarmálin og hvað annað sem ykkur dettur í hug.
Það er gaman að fá af stað lifandi umræðu um þessi mál.
Ég vona þið takið þátt í því með því að leggja orð í belg.
Fyllið bara í svæðin hérna fyrir neðan.
Kær kveðja,
Jóhann Páll Símonarson
Sem áhugamaður um málefni borgarinnar og velferð fjölskyldna sem hér búa er mér ljúft og skylt að kynna mér stefnumál frambjóðenda til sveitastjórnarkosninganna í vor. Ég sótti að því tilefni fund frambjóðenda sjálfstæðisflokksins nú nýverið. Þarna voru samankomnir frambærilegir frambjóðendur, en þar stóð einn maður upp úr.
Að mínu mati reis Jóhann Páll upp úr fjöldanum með skorinortum og skýrum stefnumálum.
Stefna hans í forvarnar- og fjölskyldumálum, gagnvart skipulagi og eflingu miðborgar- og hafnarsvæðisins, varðandi hag eldri borgara og ógæfufólks sýnir að þarna er á ferðinni traustur og einlægur maður.
Það sem samfélagið okkar þarfnast komandi tímum er mannúð, þrautseigja og siðferðisþrek. Ég hef kynnt mér stefnumál Jóhanns í kjölfar fundarins og er sannfærður um að þarna er á ferðinni maður sem borgarbúar þarfnast við ákvarðanatöku og hagsmunagæslu á komandi árum.
Tryggið Jóhanni sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn og kjósið hann í 7 sætið.
Lifið heil.
Takk fyrir kleinurnar Jói minn. Bestu kleinur sem ég hef fengið. Þær fá 1-sætið hjá mér:):)
Mörg eru þeirra stríðu störf,
stór á mælikvarðanum,
en eru bara af eigin þörf,
enn á ríkisgarðanum.:-)