Bréf til FME. 31/12/2012
Posted by Jóhann Páll in Greinar.trackback
Hr. Gunnar Andersen forstjóri FME.
3 Júlí sendi ég ykkur bréf með spurningum sem ég spurði ykkur eftir að ég hafði gert athugasemdir fyrir ársfund Lífeyrissjóðinn Gildi og hvort þið munduð senda mann frá ykkur því ég taldi fundinn ekki löglegan vegna nýrra tillagna til breytingar á samþykktum Gildis lífeyrissjóðs sem átti að leggja fyrir ársfund 21 apríl 2009. Þetta voru greinar upp á 17 síður með ýmsum breytingum. Ég sem sjóðsfélagi fékk ekki að kynna mér þetta fyrir ársfundinn, né önnur félög þar sem þetta hafði ekki borist til umsagnar. Í kjölfarið hafði ég samband við ykkur og fékk samband við lögmann ykkar, svar hans var einfalt við vinnu hér ekki eftir pöntunum. Sem ég skil á þann veg að sé í stíl 2007 eins og ég hef bent á í blaðagrein minni.
Síðan berst mér bréf frá yður með svörum við mínum spurningum sem er stílað 8 september 2009 eftir opið bréf sem birtist í MBL 6 september þar sem þú kýst að svara mér með bréfi stað þess að gera það opinberlega.
Þinn svör er ég ekki sáttur við, enda er vandbúið hvaða skjól einsstaka sjóðfélagi hefur þegar hann þarf að leita til ykkar.
Þú segir í bréfi þínu að lífeyrissjóðurinn Gildi sé undir reglubundnu eftirliti ykkar. Ég tel það ekki vera stjórnsýslulega eftir ítrekuð réttindi í málinu það sem ég sóttist eftir vegna svars yðar.
Sjóðsfélagi í þessi tilviki, hvaða skjól á hann í Fjármálaeftirlitinu, þegar brotin eru á honum löginn sem skilja að engu að tryggja honum upplýsingar um reksturs sjóðsins sem mun ákvarða framtíð hans á efri árum.
Fjármálaeftirlitið tryggir bankaleynd sem það ber fyrir sig í svari til mín. Sem virðist hafa þann tilgang einan að vernda hagsmuni stjórnar og stjórnenda Lífeyrissjóðsins Gildi enn ekki sjóðsfélaga. Efnislegur rökin fyrir höfnuninni og forsendur fyrir bankaleynd hefur hér verið snúið gegn þeim sem upplýsa ætti.
Eins fer ég framá að Fjármáleftirlitið upplýsi með já eða nei í lið 2 hvort reglur um fjárfestingarstefna lífeyrissjóðsins Gildi hafi verið brotnar og ekki verið farið eftir reglum sem þeim ber. Ykkar svör eru ekki skýr. Skýr svör óskast við þessum lið og rökstuðningur ykkar.
Í framhaldinu mun ég skoða stöðu mína. Svör ykkar eru ekki í takt um góða og vandaða stjórnsýslu að mínu áliti.
Með vinsemd og virðingu.
Jóhann Páll Símonarson.
Stakkhömrum 4
112 Reykjavík
Kennitala 110451-3939
Athugasemdir»
No comments yet — be the first.