jump to navigation

Sjóðfélagar fá ekki svör frá stjórn Gildis lífeyrissjóð. 30/12/2012

Posted by Jóhann Páll in Greinar.
trackback

Ársfundur Gildis lífeyrissjóðs 2011.
Verður haldin fimmtudaginn 28 apríl kl 17.00. Að Grand Hóteli.
Hér eru lagðar fram spurningar til stjórnar sjóðsins. Þar sem óskað er eftir svörum með skýrum hætti. Og ennfremur óska ég eftir skriflegu svörum við mínu erindi.
________________________________________________________

1. Í árslok 2009 voru 10 stærstu útgefendur skuldabréfa í fyrirtækjasafni sjóðsins sem hér segir.
Bakkavör, Skipti, Smáralind, N1, Spölur, Landsafl, Marel, Clearwater, Landsnet, Egilshöllin.
a. Spurning hvernig er staðan á þessum bréfum í dag?
b. Er búið að afskrifa þau?
c. Ef svo er, hvaða fyrirtækjaskuldabréf eru í hættu, og hvað fyrirtækjaskuldabréf hafa verið afskrifuð? Óskað er eftir sundurliðun á hverju fyrirtæki fyrir sig.
d. Hver er heildarupphæðinn á hugsanlegu tapi í þessum fyrirtækjum?
e. Óskað er eftir sundurliðun hversu há upphæð voru þessi bréf keypt á í þessum fyrirtækjum?
f. Fjallaði stjórn sjóðsins um þessi kaup sérstaklega og lagði blessun sína yfir þau þar sem þau námu 85% safnsins?

2. Í skýringum í ársskýrslu liður 29. Undir liðnum Fjárfestingartekjur er niðurfærsla verðbréfa. Greinist þannig. Endalega tapað ( 20.6 mkr.
A. Óskað er eftir sundurliðun á þessum lið?
B. Í hverju felst þetta tap?.
C. Hvaða aðila eru um að ræða?.

3. Í skýringum 27. Þar er talað um skuldabréf sveitafélaga og fyrirtækja.
A. Hvaða fyrirtæki og sveitarfélög eru þetta?
B. Óskað er eftir sundurliðun?
C. hvaða veð standa þarna að baki þessum fyrirtækjum og sveitarfélögum? sem hafa fengið lán frá sjóðnum?
D. Hafa skuldir þessara fyrirtækja og sveitarfélaga verið færðar niður?
E. Ef svo er hvaða fyrirtæki og sveitarfélag er um að ræða?
F. Það sama gildir um afskriftir.

5. Undir liðnum Fjárfestingartekjur kemur fram að niðurfærsla verðbréfa
A. Óskað er skýringar á þessum lið sundurliðað?
B. Hjá hvaða aðila er verið að niðurfæra verðbréf.

6. Hvernig er staðan á bréfum varðandi Sparisjóðanna?
A. Er búið að afskrifa þau bréf?
B. Hvað mikið ef svo er?
C. Hvaða sparisjóði er um að ræða?

7. Áhættustýring sjóðsins – heildarendurskipulagning.
A. Hafa verið gerðar breytingar á áhættustefnu- og stýringu sjóðsins. Miðað við þá tölur sem hafa komið fram á fundinum og í árskýrslu virðist ekki vera vanþörf á.

Jóhann Páll Símonarson.
Sjóðsfélagi í Gildi lífeyrissjóði.

Spurningar til endurskoðenda.
1. Nú er ljóst að staða lífeyrissjóðsins Gildi er slæm.
A. Enn er ekki allt komið fram sem þarf hugsanlega að afskrifa.
B. Telur þú ekki að það þurfi að skerða enn frekar réttindi sjóðsfélaga enn nú hefur verið gert?
C. Eins og þú veist vantar rúmar 36 þúsund miljónir til að endar nái saman.?
D. Telur þú það eðlilegt að enn sé haldið áfram hallarekstri án þess að gripið sé til stórtaka aðgerða.
2. Hvers vegna eru þessir reikningar ekki betur settir upp?
A. Til skýringa vantar fjölda fyrirtækja og sveitafélaga sem hafa fallið út.?
Jóhann Páll Símonarson.
Sjóðsfélagi í Gildi lífeyrissjóði.

Athugasemdir»

No comments yet — be the first.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: