jump to navigation

Sóðaskapur í Reykjavík 10/01/2010

Posted by Jóhann Páll in Greinar.
trackback

Virðingarleysi fyrir eigum annara eykst, veggjakrot fer vaxandi, sígarettustubbum hent þar sem menn standa, tómum flöskum hent á víðavangi, tómum áldósum hent þar sem menn standa, Það er eins og það skipti ekki neinu máli fyrir viðkomandi. Það þykir nefnilega flott að henda frá sér rusli. Þetta var kveikjan að frétt fyrir stuttu, þar sem eitt blaðanna birti mynd af þessum sóðaskap íbúa í Reykjavík. Þar voru pappírsbréf og allskonar drasl á víðavangi.

Nú fyrir stuttu fór ég gönguferð niður Laugaveg til að kanna aðstæður. Niðurstaðan af þeirri ferð var í einu orði sagt hörmuleg. Þar voru menn draugfullir, gólandi með bjórflösku í hendi og erlendir ferðamenn horfðu skelkaðir á. Og ekki skánaði það þegar ég kom að næsta húsasundi en þar voru þrír karlmenn,  ég segi karlmenn, sem voru að kasta þvagi á vegginn. Fólki sem átti leið þarna framhjá var forviða yfir þessari uppákomu.

Áfram hélt ég göngu minni niður Laugaveg og viti menn, ekki var aðkoman betri. Þar var fjöldi manns með bjórflösku og áldós í hendi. Ég hugsaði með mér hvað gerðist ef kæmi til áfloga á milli manna? Þegar komið var niður á Lækjatorg var ekki eins mikið af fólki saman komið. Síðan gekk ég út í Tryggvagötu og þar beið fjöldi af fólki fyrir utan þessa skemmtistaði í miðborg Reykjavíkur.

Á þessari leið sá ég ekki einn gangandi lögreglumann að gæta öryggis borgaranna. Það má vel vera að það sé í lagi að haga sér eins og dóni og gera það sem menn vilja. Það var ekki einn keyrandi lögreglubíll á þessu svæði, né að fylgjast með unglingum í Tryggvagötu. Er bara allt í lagi að fólk sé með áldósir eða glerflösku í hendi og hendi rusli á götuna, þ.mt. sígarettustubbum.?

Ég sjálfur hef siglt og ferðast víðsvegar um heiminn. Á þeim stöðum gilda strangar reglur, til dæmis í USA, en þar er bannað að drekka á víðavangi. Ef menn gerast brotlegir þá eru menn teknir og látnir sæta refsingu í formi sektar. Þar gilda stangar umgengnisreglur um götur viðkomandi borgar.

Ég legg það til að allar sektargreiðslur renni beint í rekstur og uppbyggingu Lögreglunar Í Reykjavík en það myndi stuðla að því að umgengni batnaði. Það er alvarlegt mál að ekki sé sýnileg löggæsla í Reykjavíkurborg, hvorki gangandi né keyrandi. Í stórborgum erlendis er sýnileg löggæsla og má þar sjá bæði gangandi og keyrandi löggæslu, sem tryggir öryggi borgaranna.

Þessu ástandi verður að taka á! Það getur ekki verið vilji borgaryfirvalda að hafa þetta ástand til framtíðar? Er hugsanlegt að veitingarstaðir séu of þétt saman? Og of margir á sama stað?

Mér virðist engar reglur gilda um það hver ber ábyrgð á að leyfa reykingarfólki að henda sígarettustubbum á götuna og vera með bjórglas eða flösku í hendi. Þessi mál verður að skoða vandlega strax áður en þetta mun skaða ímynd Reykjavíkurborgar enn frekar.

%d bloggurum líkar þetta: