jump to navigation

Útgerðamenn munu sigla sínum skipum í land 29/12/2009

Posted by Jóhann Páll in Greinar.
trackback

Aðalfundur Sjómannafélags Íslands var haldin í dag. Fjölmennt var á þessum fundi og fullt út úr dyrum. Mikill hiti var í sjómönnum vegna skerðingar sjómannaafsláttar og gífurlegt tap lífeyrissjóðsins Gildi. Um þessi atriði urðu miklar umræður, og skildi engum undra að svo sé. Þegar verið er að skerða hlut sjómanna sem eru fjarri fjölskyldu mánuðum saman, enn ekki vantar öfundina því hún er til staðar.

Hvað með Þórólf Matthíasson kennara úr háskólageiranum,  fulltrúa Steingríms J. Sigfússonar, af hverju má ekki leggja til að lífeyrisgreiðslur hans ásamt öðrum verði skertar, því þessar greiðslur eru verðtryggðar greiðslur úr sjóði þjóðarinnar. Nú gilda ekki rökin að laun eru svo lág hjá þessum ríkiskennurum og alþingismönnum sem þyggja laun úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Á meðan er hinn venjulegi borgari ekki með ríkistryggðan lífeyri. Þarna er mikill munur á.

Sjóðsfélagar í ríkisgeiranum búa við önnur lögmál. Þar er allt verðtryggt upp í top og skerðing verður engin, því almennur sjóður landsmanna borgar mismuninn. Á meðan þurfa sjómenn í lífeyrissjóðnum Gildi að búa við 10% skerðingu þeirra sem hafa lokið ævi starfi sínu. Það munar um minna þegar greiðslur úr þessum sjóðum duga ekki fyrir framfærslu. Þetta eitt er ömurlegt. Nú vilja sjómenn breyta sínu fyrirkomulagi varðandi greiðslu í lífeyrissjóðinn Gildi við gerð næstu kjarasamninga; að þeim verði heimilt að borga í lífeyrissjóði þar sem sjóðsfélagar munu eiga sína fulltrúa í stjórn sjóðsins, ekki í lífeyrissjóð þar sem atvinnurekendur og ASÍ hafa öll völd. Það eitt vilja sjómenn ekki. Það voru flestir sjómenn sammála um það.

Hinsvegar eru sjómenn mjög reiðir yfir samþykkt alþingismanna þeirra sem sögðu já um að skerða sjómanna afsláttinn. Nú eru uppi hugmyndir, sem verða teknar á næstu dögum, að útgerðamenn og sjómenn sigli sínum skipum í land og bindi þau vel. Það mun ekki duga lög alþingismanna að koma skipum aftur á sjó. Það skulu menn muna. Því sjómenn eru búnir að fá upp í kok á þessari Ríkisstjórn sem er ráðlaus og veit ekki til hvaða ráða á að taka að leysa brýn hagsmuna mál einnar þjóðar. Fólkinu í landinu er að blæða út, fyrirtækjunum er að blæða út, skuldavandi heimila fer vaxandi, fólkið er að missa trúna á sjálfum sér. Þetta var nefnilega stjórinn sem ætlaði að leysa öll mál einar þjóðar á einni stundu, því lofaði hún og kenndi öðrum um. Sjómenn og útgerðamenn eru búnir að fá nóg af þessari Ríkisstjórn. Á næstu dögum verður tekin sú ákvörðun sem þessi ríkisstjórn mun muna eftir? og verður öðrum ríkisstjórnum til viðvörunar. Það eitt skulu menn hafa í huga á þessari stund.

%d bloggurum líkar þetta: