jump to navigation

Landsbyggðinni sýndur fingurinn 03/12/2009

Posted by Jóhann Páll in Greinar.
trackback

Hópur manna sem kallar sig yfirstétt þessa lands og býr sjálfsagt í Þingholtunum og eru meðlimir í samtökum betri byggðar rísa nú upp á afturlappirnar vilja flugvöllinn burtu úr Reykjavík sem er eitt af því besta flugvallarstæði sem umgetur fyrir utan Álftanes. Miklar rannsóknir hafa farið fram sem eru mjög nákvæmar þar sem tekið var tillit til aðflugsskilyrða og staðsetningar þessi skýrsla var gerð af bandarísku verkfræðifyrirtækisins James C. Buckley Inc. Þessi skýrsla er 142 blaðsíður með greinargerð og nákvæmum teikningum okkar reyndasti flugstjóri Dagfinnur Stefánsson getur staðfest að þetta er rétt.

Reykjavíkurflugvöllur hefur verið á sama stað yfir 50 ár og hefur ekki gert neinum neitt nema að veita þeim öryggi sem þurfa nauðsýnlega sækja höfuðborg landsins því stutt er í allar stofnarnir landsmanna og ég tala ekki um fólk sem þarf að sækja sér lækninga og ekki má gleyma sjúkraflugi þeirra sem eru virkilega veikir. Og þurfa að komast á áfangastað á skemmstum tíma, því tíminn er dýrmætur þegar um er að ræða líf eða dauða þeirra sem þurfa að komast undir læknishendur strax. það vita það allir sem vilja skilja það hvað staðsetningin er mikilvægur þáttur í lífi fólks. Það mætti halda að þessi yfirstétt hefði ekkert annað að gera enn að vera á móti því sem fólkið í landinu sjálft vill, að flugvöllurinn verði á sínum stað. Það vill meiri hluti þjóðarinnar.

Af hverju má ekki fljúga yfir borgir?

Yfirstéttin vill ekki flug yfir Reykjavík, en af hverju má fljúga yfir Ísafjörð, Sauðakrók, Akureyri, Egilsstaði og ég tala um þotuflugið yfir Keflavík þar búa þúsundir manna sem hefur ekkert athugavert við flugvöllinn að segja. Það vill nefnilega hafa sína þjónustu á sínum stað og geta stólað á hana. Fólkið í landinu mun ekkert byggja á næstunni eða hugsa um nýbyggingar því íbúðir standa auðar. Það vilja hinsvegar yfirstéttin í samtökum betri byggðar, þeir vilja halda áfram að byggja þúsundir íbúða þar sem flugvöllurinn er. Á sama tíma og rúmar 4000 þúsund íbúðir standa auðar í Reykjavík sem bíða eftir kaupendum, Hverskonar þvæla er þetta hún nær ekki nokkru tali. Þessi yfirstétt og Framsóknarflokkurinn vilja byggja nýjan flugvöll upp við Hólmsheiði samkvæmt niðurstöðum er þetta ekki hægt vegna veðurskilyrða sem eru þröng og erfið,á þessum stað. Fyrir utan það eru einfaldlega ekki til fé til þess málaflokks.

Misbeita valdinu

Ef samtök eins og yfirstéttin í samtökum betri byggðar vilja vera marktækur hópur þá er það lámarks krafa sem ég geri til þeirra að vinnubrögð sé fagleg og vönduð vinnubrögð. Það eru ekki vönduð vinnubrögð að saka fólk um að hafa lengi misbeitt valdinu í illa fengnum yfirráðum yfir flugi í Vatnsmýrinni. Þetta er einföld frekja að ætlast til þess að flug megi ekki vera yfir Reykjavík og samtökin vilja stjórna hverjir mega eiga heima í borg. Þetta minnir mig á tíma kalda stríðsins þegar menn urðu að standa eins og foringinn lagði upp fyrir þá. Saka síðan samgönguyfirvöld um að vinna gegn hagsmunum borgarbúa varðandi flugvöllinn er hrein bull og þvæla. Við þurfum ekki annað enn að fljúga erlendis er þar ekki flogið yfir borgir eins og Boston, Amsterdam, New A, allt eru þetta staðir inn í miðborg þar sem þúsundir flugvéla fljúga til og frá þessum stöðum. Ekki er þetta fólk að gera athugasemdir, því þetta eru atvinnutækifæri þeirra sem hafa hag af þessari starfsemi og lifa samkvæmt því tekjur af þessar starfsemi nema þúsundum miljóna króna.

Eins vil ég minna á atvinnutækifærin varandi Reykjavíkurflugvöll sem skapast í tekjum sem við borgarbúar fáum í formi skatts, og ekki veitir af á þessum tímum til að standa undir velferð borgarbúa. Af hverju snúa samtök sem kalla sig betri byggð ekki frekar að málefnum fátækt fólks sem þarf á hjálp að halda og á ekki fyrir mat. Þeim væri nær að snúa sér að þeim verkefnum sem eru krefjandi. Stað þess að vera að röfla útaf flugvelli sem fer ekkert. Við skulum taka snúning á þessu 2038 þá munum við komast að niðurstöðu að flugvöllurinn muni verða þar áfram.

Jóhann Pál Símonarson. Höfundur er sjómaður og er flokksbundinn sjálfstæðismaður.

%d bloggurum líkar þetta: