jump to navigation

Færri skrifborð – minni skýrslugerð 26/10/2006

Posted by Jóhann Páll in Greinar.
trackback

ALÞINGISMENN eru kjörnir af Reykvíkingum. Þeir eiga að leggja sérstakt kapp á að gera Reykjavík öruggari borg. Hér ætti fólk að geta ferðast um borgina sína áhyggjulaust á hvaða tíma sólahringsins sem er. Þetta er útgangspunktur minn til að ná því markmiði, það þarf aðeins að finna hina tæknilegu útfærslu til að svo verði.

Einu sinni voru settir upp bráðskemmtilegir pappalögregluþjónar ökumönnum til viðvörunar á Reykjanesbrautinni. Sú aðferð skilaði takmörkuðum árangri og nýttist fremur í þágu Spaugstofunnar en umferðaröryggis. Tvöföldun brautarinnar skilar sér aftur á móti eins og stefnt var að, því það er tæknilega rétt aðgerð til að leysa vandamálið.

Eins er það með öryggið í henni Reykjavík. Til að draga úr glæpum og slysum í borginni þarf að draga úr inniveru lögreglumanna og efla þá til dáða utandyra. Það er gert með því að fækka skrifborðum og skýrslugerð og efla lögregluna í nauðsynlegu starfi úti á meðal borgaranna. Það er eitt af áherslumálum mínum í stjórnmálum.

Birt í Morgunblaðinu fimmtudaginn 26. október, 2006.

%d bloggurum líkar þetta: